Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1972, Blaðsíða 23

Skinfaxi - 01.04.1972, Blaðsíða 23
POSTURINN Tveir góðkunnir íþróttamenn úr röS- um ungmennafélaga hafa sent Skinfaxa eftirfarandi bréf: Hr. ritstjóri. Við undirritaðir erum báðir áskrifend- ur Skinfaxa og erum þvi mjög hlynntir að það málgagn þroskist bæði af vizku og vexti og UMFÍ haldi áfram að vera sterkt afl meðal æskulýðssamtaka i land- inu. Einmitt af þessum orsökum ákváðum við að skrifa þér smá bréfstúf og spyrjast fyrir um ýmis atriði er varða UMFÍ og málgagn þess, Skinfaxa. Vonumst við til að slíkt verði ekki illa upptekið af þér né öðrum. Við höfum verið að velta þeirri spurn- ingu fyrir okkur hvort ungmennafélags- hreyfingin sé virkilega að dofna upp og verða að engu. Ætíð er verra og verra að fá fólk virkt í félagsstarfið. Er senni- legt að svipað sé ástatt um margan fé- lagsskap og það séu ekki eingöngu ung- mennafélögin, sem eiga í bazli með það atriði. — En hvað veldur? Nú vaknar ósjálfrátt önnur spurning: Hvert er raunverulega aðalstarf ung- mennafélaga og héraðssambanda víða um land? Við teljum hiklaust að það séu æskulýðsmál og þá um leið íþróttamál, og nú er komið að kjarna málsins. Okkur finnst forráðamenn héraðssambanda og ungmennafélaga og um leið stjórn UMFÍ, aldrei fást til að viðurkenna að íþrótta- mál séu orðin aðal viðfangsefni ung- mennafélagshreyfingarinnar. Heldur er reynt eftir föngum að ríghalda í þann anda sem ríkti fyrir 30-40 árum. Því mið- ur finnst okkur Skinfaxi bera með sér þennan gamaldags (ef nota má þetta orðalag) hugsunarhátt, og efni blaðsins vera of litið um hið raunverulega starf ungmennafélaga þ. e. íþróttir og fréttir af íþróttalífi frá landsbyggðinni. Við bendum sérstaklega á 6. hefti - 62. árg. sem svona heldur innantómt og lít- ið spennandi lestrarefni fyrir ungt á- hugafólk, sem vill fylgjast með íþróttum. Aftur á móti bendum við á 4-5 hefti - 62. árg. sem gott og skemmtilegt blað. Eins og áður er vikið að finnst okkur allt of lítið birt af fréttum utan af landi. Það ættir að vera fastur þáttur i blaðinu þar sem einhverjir fulltrúar héraðssam- banda segðu i fáum orðum frá þvi helzta sem væri á dagskrá þar t. d. í hverjum mánuði. Auðvitað kostar þetta símtöl og skipulagningu, en hvað um það. Einnig finnst okkur vanta tilfinnanlega í blaðið einhvers konar pósthólf, þar sem menn gætu borið fram spurningar um hina ýmsu þætti í starfi UMFÍ og jafnvel komið með ábendingar um það sem bet- ur mætti fara — já, og ekki síður benda á það sem vel er gert. Svo haldið sé áfram að tala um Skin- faxa þá vekur það nokkra furðu hversu vandaður pappír er notaður í blaðið, sama er að segja um íþróttablað ÍSÍ. Nú langar okkur að spyrja hvort þessi gerð pappírs sé ekki mjög dýr, og hvort ekki mætti spara svo mikið með breytt- um pappír, að blaðið gæti komið út a. m. k. mánaðarlega, en slíkt er nú eiginlega lágmark. Hver hefur gaman af að lesa um hluti, sem hafa gerzt fyrir tveim til þrem mánuðum? Sennilega fá- ir. SKINFAXI 23

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.