Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1972, Blaðsíða 24

Skinfaxi - 01.04.1972, Blaðsíða 24
Nei, efni blaðs sem þessa og útgáfa má ekki vera þannig að unga fólkið hafi enga ánægju af að kynna sér efni þess og að hinir fáu sem kaupa blaðið geri það af tómri góðsemi við málstaðinn. Hug- sjónirnar mega ekki fara út í öfgar. Okkur langar að víkja örlítið að öðru efni, þó það komi Skinfaxa ekki beint við. Ungmennasamband Kjalarnesþings hefur tekið geysimiklum framförum í sínu starfi á undanförnum árum. Það hefur drifið upp svo mikið íþróttalíf á stuttum tíma að það er nærri ótrúlegt að slíkt sé mögulegt hér á landi. Þetta starf forráðamanna UMSK er til fyrir- myndar fyrir önnur héraðssambönd og íþróttabandalög úti um land og álitum við nauðsynlegt að þess starfi sé gefinn gaumur af forráðamönnum annarra í- þróttafélaga. Við félagar gengum hér um daginn á skrifstofu UMFÍ, og verðum við að segja að okkur hnykkti dálítið við, þegar við sáum skilti á hurð eins af herbergjum þeim sem UMFÍ hefur til umráða, en þar stóð „UMSK-skrifstofa.“ Nú langar okkur að spyrja: Hvernig er sambandi UMFÍ við aðildarfélögin hátt- uð? Nálgast þetta ekki svolítið það sem kallað er hlutdrægni, og sitja ekki öll aðildarfélög UMFÍ undir sama hatti hvað fyrirgreiðslu snertir? Þetta tilskrif er víst orðið lengra en ætlað var í upphafi, en af gefnum tilefni viljum við taka fram að þetta er skrifað allt í beztu meiningu, en ekki til að níða neitt niður. Að lokum óskum við Skinfaxa velfarn- aðar og vonum að hann eigi eftir að verða hinn nýtasti fyrir velgengni í- þróttalífs í hinum dreifðu byggðum landsins. Með vinsemd. Sigurður Jónsson, Páll Dagbjartsson. Svar frá ritstjóra Það er fagnaðarefni að fá gagnrýni á blaðið og vissulega mætti berast meira af slíku. Til er ungt fólk sem hefur ekki áhuga á öðrum stefnumálum ungmenna- félaganna en íþróttum, og það er skilj- anlegt að því finnist iþróttaefnið ónóg. Hinir eru þó mun fleiri sem hafa gagn- rýnt það, að of mikið sé um iþróttir í blaðinu. Það þarf engan að furða á þvi þótt ógerningur sé að gera öllum til hæfis. Skinfaxi er málgagn ungmenna- félagshreyfingarinnar, en ekki bara fréttablað. Það er bæði stefnuboðandi og verkefnamótandi fyrir hreyfinguna auk þess sem það þarf auðvitað að miðla fréttum og sjónarmiðum. Ég veit ekki betur en báðir bréfritarar hafi um ára- bil starfað í ungmennafélagshreyfing- unni; annar er meira að segja í stjórn héraðssambands og hinn hefur veriö starfsmaður héraðssambands. Að þessu athuguðu hljóta ýmsar fullyrðingar í j bréfi þeirra að vekja furðu. Þeir segja m. a. að „hið raunverulega starf ung- mennafélaga" sé iþróttir. Vita þessir menn ekki að íþróttir eru aðeins eitt af fjölmörgum stefnuskrármálum og við- fangsefnum ungmennafélaganna? Slíkur ókunnugleiki á markmiði samtakanna, sem bundið er í lögum þeirra, er ekki sæmandi forystumönnum. Ef þeir eiga við það, að ungmennafélögin vinni í raun ekki að neinu nema íþróttum, þá sýnir það líka hróplegt þekkingarleysi, og þröngan sjóndeildarhring. Um hið fjöl- þætta og víðtæka starf ungmennafélag- anna geta menn t. d. fræðst ef þeir lesa Skinfaxa og fást til að lesa annað en íþróttaefni. Báðir bréfritarar eru upp- vaxnir úti á landi og ættu þess vegna að vita að til eru mörg ungmennafélög í 24 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.