Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1974, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.08.1974, Blaðsíða 7
um við norskan leiðsögumann sem heitir Jón og fylgdi hann okkur upp frá því hvert sem við fórum. Einn daginn fylgdi hann okkur 16 krökkum uppá Flojen og þar er veitingahús ásamt fleiin. Þegar við höfðum dvalið þarna smástund gengum við niður aílt fjallið, en við höfðum farið með sporvagni upp. Við sungum hástöf- um alla leiðina niður og skemmtum okk- ur alveg stórvel. Og á eftir bauð Jhonny okkur öllum heim til sín og gaf okkur hressingu. Það var eiginlega aldrei glampandi sól í Lone, svo við gátum ekkert legið í sól- baði eða buslað í vatninu að ráði. En einn daginn þegar nokkrir krakkanna komu frá Bergen, skelltu þeir sér í vatn- ið og syntu yfir og svo náttúrlega til baka aftur. Þetta var víst nokkuð kalt og þau voru nokkum tíma að hita sig upp aft- ur. En þau fóru í badminton og þannig hitnaði þeim. Sú íþrótt var mikið stunduð meðal okkar og spaðarnir alltaf í notkun. En svo við víkjum aftur að sundinu, höfðu bæði íslendingar og Norðmenn mikið gaman af þessu, jafnt sundfólk og áhorfendur. Við fóram stundum til Berg- en í búðir, og gekk það nú hálf brösótt stundum að gera sig skiljanlegan. En þegar afgreiðslufólkið í sumum búðum vissi að við vorum íslendingar, var það ekkert nema stimamýktin og vildi allt fvrir okkur gera. Á tjaldstæðinu var oft glatt á hjalla. Það var mikið sungið og spilað á gítar og síðan gerðist margt í húrni næturinnar. Okkur fannst alltaf gaman í Lone og gerðum ýmislegt okkur til skemmtunar, klifniðum m. a. upp í fjallshlíðarnar í kring, þar sem við gátum komist fvrir trjám, en þau voru nú allsstaðar. Við Höfundar ferðasögunnar. Frá vinstri: Ella, Sigga Jóna, Aðalbjörg og Hrund. kynntumst nokkrum Norsuram í Lone, það var gaman að tala við þá og við reyndum nú að tala norðurlandamál, en samt fór oftast svo að enskan var mest notuð. Eftir 8 daga, sem okkur fannst allt of fljótir að líða, þurftum við að fara heim, eða þann 19. júlí. Við tókum niður tjöldin, ókum til Fantoft hótels og þaðan í rútu út á flugvöll. Enginn vildi fara heim og margir voru staðráðnir í að koma aftur til Noregs og þá helst til Bergen. Við fórum með sömu flugvél til baka og lentum á Keflavíkurflugvelli. Síðan kvöddu við ferðafélagana og hver fór heim til sín. Við getum allar sagt með sanni, að það var alveg dýrlega gaman í allri ferðinni, ferðafélagarair skemmti- legir og allt var svo framúrskarandi. En við tókum mikið af mvndum og við horf- um oft á þær og rifjum upp Noregsferð- ina. SKINFAXI 7

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.