Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1974, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.08.1974, Blaðsíða 3
| SKINFAXI 1 Tímaril Ungmennafélags l’slands — LXV. árgangur — 4. hefti 1974. — Ritstjóri Eysteinn Þorvaldsson — Út koma 6 hefti á ári hverju. Mér sjálfum allt - eða Islandi allt [ nútíma þjóðfélagi hugsar því miður fjöldi fólks helst um það að græða á verðbólgunni. Aðferðirnar við það eru margar. T. d. að fjárfesta í steinsteypu eða öðrum varanlegum hlutum, en um- fram allt að eyða meir en aflað er. Þessi lífsgæðastefna kann ekki góðri lukku að stýra fyrir þjóðfélagið í heild. Okkur ís- lendingum veitir ekki af að standa sam- an sem ein heild. Það gerum við að vísu oft í orði, en sjaldan í verki. A. m. k. ekki meðan fjöldinn hugsar, ég fyrst, þjóð- félagið svo. Með öðrum orðum, hvernig get ég grætt mest á ríkinu og komið ár minni sem best fyrir borð. Margar leiðir eru til að breyta þessari lífsskoðun. Ein sú áhrifaríkasta er að laða hugi unga fólksins inn á aðrar braut- ir áður en peningagræðgin og einstakl- ingshyggjan hefur náð þar yfirhöndinni. Og í stað þess að fólk hafi að kjörorði mér sjálfum allt, taki það sér kjörorðið fslandi allt. Þetta kjörorð, sem ungmennafélögin tóku sér í upphafi, á ekki síður við í dag. Ástandið væri nokkuð annað í voru þjóð- félagi ef allir hefðu það kjörorð að leið- arljósi. Sú gleðilega þróun hefur orðið á síð- ustu árum að ungmennafélög víða um land hafa stóreflst. Vonandi heldur sú þróun áfram og vissulega er ástæða fyrir alla íslendinga að stuðla að því að svo verði. Þá staðreynd er rétt að hafa í huga að mest hafa þau eflst þar sem fastur starfs- maður vinnur að því að skipuleggja starf- ið. Með starfi sínu laðar hann fleiri og fleiri til virkrar þátttöku og áður en varir er það orðið kappsmál fjölda ungs fólks að taka þátt í sjálfboðastarfinu. Taka þátt í því að vinna jojóðfélaginu gagn án þess að sþyrja um daglaun að kvöldi. Starf framkvæmdastjóra ungmennasamband- anna er því fljótt að borga sig fyrir þjóð- félagið. Því er ekki úr vegi fyrir þá, sem fjár- magninu ráða, að hugleiða hvort ekki borgi sig að veita auknum fjárhæðum til ungmennafélagshreyfingarinnar þannig að öll ungmennasamböndin hafi bolmagn til að ráða sér starfsmann. Starfsmann sem vinni að því að fá unga fólkið til að hugsa um þjóðfélagið í heild, en ekki eingöngu um sjálft sig. Magn. Ól. SKINFAXI 3

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.