Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.08.1974, Page 21

Skinfaxi - 01.08.1974, Page 21
ÍSLANDSGLÍMAN 1974 Hjálmur Sigurðsson Hjálmur Sigurðsson, Ungmennafélag- inu Víkverja, varff glímukappi fslands, Hjálmur hlaut einnig bikar þann, sem veittur er fyrir fagra glímu. fslandsglíman, hin 64. í röðinni, var háð í íþróttahúsi Vogaskólans laugar- daginn 27. apríl 1974. Þátttakendur voru 6. Prá Héraðssambandi Suður-Þingeyinga (HSÞ) 2, frá Glímufélaginu Ármanni (Á) l, frá Knattspyrnufélagi Reykjavíkur (KR) 1 og frá Ungmennafélaginu Vik- verja (V) 2. Íslandsglíman var sett af Kjartani Bergmann Guðjónssyni, sem minntist m. a. fyrstu Íslandsglímunnar 1906 og aðdraganda hennar. Glímustjóri var Ólafur H. Óskarsson. Falldómarar: Haf- steinn Þorvaldsson yfirdómari og Ey- steinn Sigurðsson og Sigtryggur Sigurðs- son meðdómarar. Fegurffarglímunefnd: Guðmundur Ág- ústsson, Ólafur Guðlaugsson, Rúnar Guðmundsson. Guðmundur Ágústsson, f. v. glímukappi íslands afhenti verðlaun. Auk hinna ákveðnu verðlauna, sem veitt eru á fslandsglímunni. Grettisbelts- ins og bikars fyrir fagra glímu, voru að þessu sinni einnig veitt þrenn verðlaun fyrir kappglimuna og fegurðarglímnua. Úrslit í Þessari 64. ísiandsglímu urðu þau, að Hjálmur Sigurðsson, Víkverja, sigraði og hlaut 5 vinninga, lagði alla keppinauta sína. — Hann hlaut einnig flest stig 38 2/3 fyrir fagra og góða glimu og þar með bikar þann, sem um er keppt. Glímuúrslit: Hjálmur Sigurðsson, V ........... 5 v. Pétur Yngvason, V ............... 4 — Jón Unndórsson, KR............... 3 — Ingi Yngvason, HSÞ 2 — Guðmundur F. Halldórsson 1 — Kristján Yngvason, HSÞ 0 — Stigafjöldi fyrir fagra glímu: Hjálmur Sigurðsson Pétur Yngvason Ingi Yngvason ........... Guðmundur P. Halldórsson Kristján Yngvason ....... Jón Unndórsson 34 2/3 stig 34 — — 33 — — 29 — — 28 2/3 — 281/3 — SKINFAXI 21

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.