Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1974, Blaðsíða 16

Skinfaxi - 01.08.1974, Blaðsíða 16
Gerd Miiller Hinn afgerandi sigurvegari í liði heimsmeistaranna Fáir íþróttaviðburðir ársins hafa vakið aðra eins athygli og heimsmeistarakeppn- in í knattspymu sem háð var í Vestur- Þýzkalandi í sumar. Vestur-Þjóðverjar urðu heimsmeistarar, og þótt það kæmi víst engum á óvart, þá þurftu þeir að heyja harða baráttu fyrir þessum eftir- sótta titli. I undanúrslitum töpuðu þeir fvrir austur-þjóðverjum, en í úrslitunum mættu þeir hollendingum og sigruðu. í liði Vestur Þýskalands em margir frægir knattspA'rnukappar. Mestur ljómi stóð þó um ])á Miiller, Netzer, Becken- bauer, Breitner og markmanninn Sepp Maier. Gerd Múller á einna glæsilegast- an feril að baki þessara manna. í heims- meistarakeppninni 70 varð hann marka- kóngur keppninnar, og þótt hann vrði það ekki í sumar, þá var það hann sem skoraði hin afgerandi mörk fyrir heims- meistarana, þar á meðal úrslitamark keppninnar. Við birtum hér nokkrar myndir af Gerd Múller á knattspvrnu- vellinum og utan hans. Vestur-þjóðverjar áttu í nokkrum erfiðleikum með hið fraekna lið Pólverja sem sendu breska landsliðið út úr keppninni. Keppnin fór fram í úrhellis- rigningu, og vestur- þjóðverjum mistókst vítaspyrna sem Tomazewski varði. En það var svo Gerd Miilier sem tók af skarið og skoraði á örlagastundu. Hann er annar frá hægri umvafinn hráblautum félögum sínum. Sá sem hæst hoppar er hinn frægi mark- vörður Sepp Maier. 16 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.