Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1974, Blaðsíða 9

Skinfaxi - 01.08.1974, Blaðsíða 9
aði það líklega af því að fjöldinn allur af fullorðnu fólki var með í förinni. Þetta átti reyndar að vera unglingamót en sænsku þátttakendumir voi'u flestir kcmnir yfir fimmtugt, kannski þeir hafi verið gengnir í barndóm. Um kvöldið var svo dansað fram að miðnætti og svo var einnig um næsta kvöld. Næsta dag hófst hópvinnan, og þá var fólkinu skipt niður í hópa sem hver hafði sitt viðfangsefni, einn hópurinn lærði dans, annar að spila á gítar og lærði söngva o. s. frv. Hópamir vom fjórir og unnu þeir alltaf af og til fram á síðasta dag, en þá fluttu þeir sameiginlega dagskrá. Það kom vel fram í hópvinnunni hvað fólkið var sannvinnu- gott og jákvætt. Allir vildu hjálpa ef ein- hver skildi ekki kennarann, einu krakk- arnir sem áttu í erfiðleikum vegna tungu- málsins vom Finnamir, þeir skildu mörg hvorki skandinavisku né ensku. Tevlings- dagur, hvað er nú það? Ég hef ekki heyrt orð yfir það á íslensku, en tevling er fólgið í því að fylgja stíg sem merkt- ur er með flöggum og svara spumingum sem komið er fyrir með nokkram milli- bili meðfram stígnum. Þetta voru krossa- spurningar og voru margir með öll svör- in rétt. (Ekki ég). í leiðinni týndum við blóm, mosa, lauf og annað þessháttar, sem við notuðum svo seinna um daginn til að búa til myndir. Eitt kvöldið átti að vera varðeldur niðri við vatnið sem þarna var, en þegar allur mannskapurinn var kominn niður að vatninu þá byrjaði að rigna og flestir fóru heim aftur. Heldur var dauft yfir fólkinu og var ekki einu sinni hægt að taka lag- ið fyrr en íslendingarnir byrjuðu að syngja lagið Á Sprengisandi, en það lag gátu flestir raulað með okkur. Næst síð- íslenskir og íinnskir unglingar á glaðri stundu í æskulýðsbúðunum í Rauland. asta kvöldið var dagskrámii hagað þann- ig að hver þjóð flutti efni sem var ein- kennandi fyrir sitt land. Við íslending- arnir sýndum t. d. glímu og látbragðs- leik sem átti að tákna varðskip að klippa á vörpu hjá landhelgisbrjót. Vakti glím- an sérstaklega mikla athygli, en enginn þorði samt að skora á strákana að glíma við sig. Aðfaranótt þjóðhátíðardagsins 28. júlí, sem jafnframt var síðasta nóttin okkar þarna, komu Norðmennirnir okkur mjög á óvart með því að ganga á öll herbergin og syngja fyrir okkur þjóðsönginn. Það var ekfci laust við að við skömmuðumst okkar fyrir að kunna þjóðsönginn ekki svo vel að geta sungið með. Þegar þátt- takendumir fóru að týnast í burtu var ekki laust við að tárin færu að renna nið- ur kinnamar á flestum, enda var það eng- SKINFAXI 9

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.