Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1974, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.08.1974, Blaðsíða 8
íslenskir ungmennafélagar í unglingabúðum í Svíþjóð Ágústa Gísladóttir Aðfaranótt hins tuttugasta júlí hóf sig á loft frá Keflavíkurflugvelli þota Air Viking og stefndi til Gautaborgar. Innan- borðs voru m. a. tuttugu íslendingar sem voru á leið til Rauland í Noregi, þar sem haldið var norrænt unglingamót. Hópur- inn fór utan á vegum U.M.F.f. og var Sólveig Sveina Sveinbjörnsdóttir farar- stjóri. Það var ekki laust við að okkur kitlaði í magann á leiðinni út á flugvöll því fæst okkar höfðu komið út fyrir landsteinanna fyrr. Flugferðin gekk nú samt sem áður ágætlega og enginn var flugveikur. Það eina sem hrjáði okkur, var hellan sem við fengum fyrir evrun þegar flugvélin lenti í Gautaborg, en hellan sú entist okk- ur Iíka allan daginn. Fljótlega eftir að við komum til Gautaborgar lögðum við aftur af stað, með lest til Osló. Lestir eru líklega einu farartækin sem aka ýmist afturábak eða áfram enda fannst okkur það líka asnalegt a. m. k. til að bvrja með. Okkur leið nú samt ágætlega, en mikið getur fimm tíma lestarferð verið þreyt- andi. í Osló sváfum við um nóttina á farfuglaheimili en héldum svo af stað snemma um morguninn til Rauland. Rau- land, hvílíkur himnaríkisstaður. sturtur við næstum hvert herbergi, herbergin eins eða tveggja manna, og með upp- búnum rúmum sem biðu eftir okkur. Eg hafði búist við því að þurfa að sofa í skólastofu eða einhverju þvíumlíku enda var dásamlegt að skríða undir sæng eftir nærri þriggja sólarhringa vöku. Það var furðulegt hvað við vorum hress um kvöldið, líklega of þreytt til þess að finna fyrir þreytunni. Það yrði efalaust of langt mál að segja frá öllu því sem við tókum okkur fyrir hendur svo að ég ætla að segja frá því helsta. Ekki byrjaði fvrsti dagurinn vel, morgunnmaturinn var svo vondur að . . . Fjallgangan sem við fórum í var hinsveg- ar mjög svo ágæt. Það var nú ekkert fjall sem við gengum uppá heldur aðeins aflíðandi heiði, a. m. k. fannst okkur ís- lendingunum það, ég veit ekki hvað Dön- unum fannst. Hvað um það, við komumst upp í yfir þúsund metra hæð yfir sjávar- máli, en reyndar var Rauland í rúmlega sjö hundruð metra hæð. Á heimleiðinni tevgðist all verulega úr hópnum og staf- 8 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.