Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1974, Blaðsíða 11

Skinfaxi - 01.08.1974, Blaðsíða 11
ín furða því að við vorum farin að kynn- ast hverju öðru svo vel og þetta var kann- ski í síðasta skifti sem við sáumst. Það var svo ótrúlegt að vikan væri búin, en samt sem áður vorum við farin að þreyt- ast og líklega eins gott að þetta var ekki nema vika. Á heimleiðinni fórum við með söniu farartækjunum og við komum með, þar á meðal með afturábak lestinni. í Gauta- borg sváfum við á hóteli og gátum skroppið smástund í búðir, áður en flug- vélin fór næsta dag. Eg hugsa að það sé sjaldgæft að tuttugu manna hópar ferðist í strætóum og leigubílum með allt sitt hafurtask enda starði fólkið á okkur þeg- ar við biðum eftir strætó, ég veit ekki hvernig farið hefði fyrir okkur ef farar- stjórin hefði ekki verið eins góður og hann var. A. m. k. komumst við heil á húfi heim til íslands og getum haft eitt- hvað skemmtilegt að minnast þegar lær- dómsstaglið er að drepa okkur í skólan- um. Ágústa Gísladóttir Landshappdrætti UMFÍ 1974 Landshappdrætti UMFÍ 1974 er nú farið af stað og er það von manna að félögin geti aflað sér nokkurra tekna af sölu miðanna. Vinningar eru glæsilegir sem fyrr og eru að verðmæti samtals 535 þús. krónur, út eru gefnir 16000 miðar og eru þeir seldir á 200 kr. stvkkið. Sölulaun eru svo 80-100 kr. af hverjum miða, eða nánar tiltekið kr. 100 til þeirra sambanda sem selja sem svarar einum miða á félaga. iúregið verður 1. des., en uppgjör vegna sölu eiga að hafa borist skrifstofu UMFÍ fyrir 15. nóv., og er áríðandi að uppgjör berist á réttum tíma. Skýrslur um happdrættið 1973 liafa birst í Skinfaxa og mátti þar sjá að sölu- laun til félaganna væru tæplega 600 þús. kr. Þessa tölu verðum við að tvöfalda í ár. Hér fylgir svo skrá yfir vinninga í Landshappdrætti UMFÍ 1974. Tjaldvagn ................ kr. 200.000 Reiðhestur ................. — 90.000 Ferð fyrir 2 til Danmerkur . . — 60.000 Ferð um hálendi íslands .. — 25.000 Skuggamyndasýningavél . . — 20.000 Málverk .................... — 20.000 Laxveiðilevfi .............. — 20.000 Símaborð.................... — 18.000 Dvöl í Skíðaskóla Keriingafj. — 15.000 Reiðhjól ................... — 15.000 Bókaflokkur................. — 14.000 Skíðabúnaður ............... — 12.000 Skólaritvél ................ — 8.000 Veiðibúnaður ............... — 8.000 íþróttabúnaður ............. — 6.000 Leikhúsferð................. — 4.000 Samtals: kr. 535.000 SKINFAXI 11

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.