Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1974, Blaðsíða 15

Skinfaxi - 01.08.1974, Blaðsíða 15
við þar aðallega í dansa, sem Sigríður og Mínerva Jónsdóttir hafa safnað og skráð víða um land. Því næst var farið vand- lega yfir þjóðdansasýninguna í heild. Um kvöldið fengum við að kynnast erlendum þjóðdönsum, helzt frá Norðurlöndunum, og var það mjög svo ánægjuleg kvöld- stund. Fjórða og síðasta degi námskeiðsins var að mestu varið í, að æfa sýninguna í öllum smáatriðum, enda var námskeið- ið aðallega haldið vegna hennar, eins og áður sagði. Síðla sama dag hélt svo hver til síns heima og sjálfsagt allir glaðir í hjarta, að minnsta kosti ég. Á námskeiðinu kom til umræðu að halda fleiri slík námskeið og vona ég að það geti orðið, því að ég tel að dans yf- irleitt, ekki sízt þjóðdansar hafi lieilbrigð og þroskandi áhrif á alla. í því sambandi, langar mig til að koma á framfæri, að- dáun minni á Þjóðdansafélagi Reykjavík- ur, vegna framtaks þess í að glæða áhuga á þjóðdönsum og væri ekki úr vegi að fleiri félög, ungmennafélög til dæmis, leggðu stund á slíka starfsemi. Ég vil svo að síðustu þakka öllum þeim, sem að námskeiðinu stóðu og þá fyrst og fremst okkar ágætu kennurum, Helgu og Sigríði, fyrir þeirra framlag, einnig Hafsteini Þorvaldssjmi og mönn- um hans fyrir frumkvæði þeirra að nám- skeiðinu og svo Sigurði R. Guðmunds- syni skólastjóra á Leirárskóla og starfs- liði hans f}'rir góða aðhlynningu. Með danskveðju, Anna Björnsdóttir U.S.V.S., Vík. Ársþing U.S.V.S. 1974 Ársþing Ungmennasambands Vestur Skaftafellssýslu var haldið sunnudaginn 21. júlí í Leikskálum í Vík. Helgi Gunn- arsson formaður USVS setti þingið og bauð gesti og þingfulltrúa velkomna. Gestir voru Guðmundur Gíslason UMFÍ og Þórður Magnússon íþróttakennari sambandsins í sumar. Um 20 fulltrúar sóttu þingið. Á þinginu var mikið rætt um liðið starfsár og einnig var starfsáætlun næsta árs mótuð og samþykkt, var m. a. samþ. að láta gera merki fyrir sambandið og stjórninni var heimilað að ráða fram- kvæmdastjóra ef efni og aðstæður leyfa. Á þinginu var gerð sú breyting varð- andi stjórnaskipun að kosnar voru tvær fastanefndir, íþróttanefnd og fjáröflun- arnefnd. — Stjórn USVS 1974-1975 skipa Helgi Gunnarsson form., Jón Júlíusson ritari, Skúli Oddsson gjaldkeri. SKINFAXI 15

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.