Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1974, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.08.1974, Blaðsíða 5
Á ferð og flugi með UMFÍ Ferðalög og fieimsóknir á milli landa eru sífellt að verða algengari og má segja að þannig séu þjóðimar og löndin að færast nær hvort öðru. Þetta virðist vera krafa tímans og hefur því komið til kasta UMFÍ að annast fvrirgreiðslu í þessum efnum fyrir félagsmenn og félög sín. Það hefur þó jafnan verið svo, að í- þróttagarpamir hafa setið fyrir þessum ferðalögum en félagsleiðtogamir og hinn almenni félagsmaður hafa ekki verið hafðir í huga þegar stofnað er til utan- landsferða. Nú í sumar ákvað UMFÍ að gera til- raun með að skipuleggia ferð til Bergen í Noregi, þar sem allt kapp yrði Iagt á að fá sem ódýrasta flugvél fyrir stóran hóp ungmenna sem síðan gæti hagað ferða- lögum eða dvöl sinni í Noregi eftir eigin geðþótta. Okkur virtist að með þessum hætti gætu minni félög og sambönd boð- ið félögum sínum uppá vel þegna fvrir- greiðslu, og þama skapaðist gmndvöllur fyrir fámenna hópa að njóta bestu kjara. Er skemmst frá því að segja að þótt flug- vél sú sem UMFÍ tók á leigu rúmaði alls 143 farþega þá komust mun færri en vildu. Lang stærsti hluti þessa hóps vom forystumenn úr félögunum og konur þeirra eða ungir ungmennafélagar, en einnig var nokkuð um fólk sem nú var að kynnast starfssemi okkar í fyrsta skipti. Ferðin til Bergen kostaði 6.800,00 kr. fram og til baka, og fólk gat valið um hótelherbergi eða tjaldstæði á vegum UMFÍ, en einnig gat það gert hvað annað sem það vildi. Nokkurs misskilnings gætti hjá sum- um þátttakendunum í þá átt að þeir héldu að þama væri um skipulagðan hóp og skoðunarferð að ræða og UMFÍ menn vrðu með stundaskrá á lofti og segðu „þetta gerið þið í dag og þetta á morg- un“, o. s. frv. En þannig var aldrei ætl- unin að skipuleggja ferðina, heldur þann- ig að UMFÍ sæi um ódýr fargjöld, út- vegaði hótel eða tjaldstæði, þeim sem vildu og hefði síðan mann á staðnum sem aðstoðaði fólkið, gæfi upplýsingar um hvað markvert væri að skoða og hvemig hægt væri að komast þangað o. s. frv. Þetta gekk þó allt saman vel og einn vinningur er enn ótalinn sem ekki er þó minnst virði en það er að þama kynntust ungmennafélagar og leiðtogar frá hinum ýmsu landshlutum og sam- böndum og kannski var það ekki minnst virði að nú vom konumar einnig með, og SKINFAXI 5

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.