Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1974, Blaðsíða 18

Skinfaxi - 01.08.1974, Blaðsíða 18
F ullorðinsf ræðsla Eins og flestum mun kunnugt, þá hefur fullorðinsfræðsla á íslandi af einhverjum ástæðum, verið látin sitja á hakanum og lítið verið aðhafst í þeim málum í þágu almennings. Það má kalla ýmis konar námskeiðshald fullorðinsfræðslu, en flest hafa þessi námskeið hingað til verið hald- in fyrir ákveðnar starfsstéttir í þjófélag- inu, sem ekki hafa átt annarra kosta völ en að sækja þau til þess hreinlega að geta haldið starfi sínu. Námsflokkar hafa allvíða risið upp en hafa átt við mikla fjárhagsörðugleika að etja og sumstaðar hreinlega lagst niður vegna þessa. Nú á síðustu árum hefur skólakerfið lítillega verið opnað, þannig að komin eru tengsl milli gagnfræðamenntunar og framhaldsmenntunar og stuðlar það verulega að því að fleiri njóta nú fram- haldsnáms við sitt hæfi. Þá gerðist það ekki alls fyrir löngu að hafin var kennsla fyrir fullorðna undir stúdentspróf. Ekki ber að amast við þessari viðleitni hins opinbera, en okkur, sem búum í dreifbýlinu, verður á að spyrja: — Hvar eru námsflokkar, námskeið og kennsla undir stúdentspróf, sem hentar okkur? Hvar er það í hinum dreifðu byggðum landsins, sem þessum málum er sinnt? Hver á að hafa forystu um þetta starf? Ilver á að borga kostnað, sem af ]dvÍ leið- ir? Vlenn hugleiða hvort ekki sé hættu- lega ýtt undir alvarlegt misrétti þegn- anna, ekki bara í skyldunámi heldur einn- ig og ekki síður í sambandi við mögu- leika hinna fullorðnu til menntunar. Hinn 14. janúar s.l. komu saman að Leirárskóla í Borgarfirði formenn bænda- samtaka, kvenfélaga og ungmennafélaga sunnan Skarðsheiðar, auk áhugamanna, formanns skólanefndar Leirárskóla og skólastjóra. Á fundinum var rætt um nám- skeiðhsald þessara aðila og þörfina fvrir samvinnu og samræmingu og meira hnit- miðað starf. Voru fundarmenn sammála um að setja bæri á stofn fræðslunefnd, sem hefði það verksvið að undirbúa og sjá um framkvæmd almennrar fræðslu- starfsemi í Borgarfirði sunnan Skarðs- heiðar. Nefndinni var falið: 1. að gera skoðanakönnun um, hvaða fræðslustarfsemi óskað er eftir. 2. að ákveða hvaða námskeið skuli haldin og hvar. 3. að ákveða tíma og ráða kennara. 4. að sjá um að afla fjár og annast greiðslur vegna starfseminnar. Auk ýmissa námskeiða og félagsstarf- semi, sem þegar var í gangi er nefndin 18 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.