Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1974, Blaðsíða 21

Skinfaxi - 01.12.1974, Blaðsíða 21
EM I SUNDI Miklar framfarir Evrópumeistaramót í sundi var háð í Vínarboig 18.-25. ágúst s. 1. Það kom víst engum á óvart að austur-þjóðverjar fengu langflest verðlaun á þessu móti. Framfarir þeirra s. 1. tvö ár hafa verið slíkar að einstætt er. Á mótinu í Vín settu austurþýsku stúlkurnar 15 heimsmet. Metið í 100 m. baksundi var t. d. bætt þrívegis af sömu stúlkunni, Ulriku Richter. Vestur-Þjóðverjar og sovétmenn virðast koma næst austurþjóðverjunum að getu. Svíar voru einu norðurlanda- búarnir sem komust á blað. Karla Linke, evrópumeistari og heimsmethafi í 200 m bringu- sundi kvenna, er aðeins 14 ára gömui. Gott skipulag' Sérhver íþróttagrein i Austur-Þýska- landi hefur mjóg góð tengsl við íþrótta- háskólann í Leipzig. Þar vinna 30 sér- fræðingar eingöngu að læknisfræðilegum rannsóknum á íþróttafólki. Fjórir þess- ara sérfræðinga í rannsóknastofnum skólans sinna einkum sundfólki. í hverj- um mánuði halda þeir fund með sund- þjálfurum víðsvegar úr landinu. Öll börn verða að hafa lært sund þeg- ar þau eru 10 ára. Þegar þau eru á 11. árinu er þrek þeirra prófað visindalega af háskólamenntuðum sérfræðingum. Súrefnisvinnslan er mæld, og þeir hæf- ustu eru settir í sérstaka þjálfunarhópa. Mælingin getur líka gefið vísbendingu um að viðkomandi sé sérstaklega hæfur fyrir ýmsar aðrar íþróttagreinar, og þá er honum beint þangað. Auðvitað þarf fleira er áðurnefnda eiginleika til að skapa afreksíþróttamann, svo sem skap- gerðareiginleika og greind, en með þess- ari greiningu á unglingum og bö.num vinnst mikill tími bæði fyrir þjálfara og eins fyrir áhugasamt íþróttafólk sem með þessu móti kemst snemma á sína óska- braut. íþróttafræðingar í Vestur-Evrópu segja að það sé ekkert leyndardómsfullt við árangur austur-þjóðverjanna, og mæling- ar þeirra og rannsóknir á íþróttafólki séu allar kunnar vesturevrópumönnum. Að- SKINFAXI 21

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.