Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1974, Blaðsíða 22

Skinfaxi - 01.12.1974, Blaðsíða 22
eins sé þetta betur skipulagt þar eystra, fénu varið skynsamlegar og árangurinn sé í samræmi við það. Sundþjálfarar í Vesturevrópulöndum hafa víða krafist þess að yfirvöld auki tengsl sérfræðinga við sundiðkanir á svipaðan hátt. Breski landliðsþjálfarinn i sundi, John Hogg, var með liði sínu í Vínarborg, og fékk b:eska sundfólkið 8 verðlaun. Hogg segist hafa orðið margs vísari um þjálfun austur-þjóðverjanna. Þeir æfi um tvær stundir daglega í vatninu og eina stund við þrekæfingar á þurru. í fyrra hafi þeir æft þrjár stundir daglega á þurru. Það hafi gefið góðan árangur fyrir stuttu sundin en reynst illa i langsundum. Þess vegna hafi þeir breytt þessum þætti þjálfunarinnar. Auk þessa leiki sund- fólkið körfuknattleik og blak til að auka hreyfingarhæfnina. Hogg segist einnig hafa komist að „leyndarmálinu“ um það hvers vegna austur-þjóðverjarnir séu svo fljótir að hvilast eftir erfiða æfingu sem raun ber vitni um. Þetta hefur verið mörgum ráðgáta, og ekki stóð á fullyrð- ingum sumra að þeir notuðu einhvers konar róandi lyf í þessu skyni. Hin mark- vissa þjálfun ræður hér miklu um, en einnig nota þeir þrúgusykurupplausn til að vinna bug á þreytunni. Þetta var þá allur galdurinn. Hver sundmaður fær sykurupplausnina meðan á síðari hluta æfingar stendur. Magnið fer eftir erfiði æfinganna hverju sinni, og hefur þau áhrif að þreytan hverfur úr vöðvunum að mestu leyti síðasta hálftímann sem æfingin stendur. Þessi skjóta endurnýjun leiðir það af sér að æfingar geta orðið fleiri og kiöftugri. Þess má geta að vestur-þjóðverjar eru nú mjög að endurskipuleggj a sína sund- þjálfun. Þeir ætla að byggja 10 þjálf- unarstöðvar í landinu með fullkomnum búnaði og eru 6 þeirra þegar teknar til starfa. Sko'ki sundmaðurinn David Wilke sigrar í 200 m bringusundi. Úrslit: í einstökum greinum á Evrópumeist- aramótinu urðu sem hér segir (þau afrek sem eru heimsmet eða Evrópumet eru auðkennd HM og EM): KONUR: 100 m. skriðsund: Kornelia Ender, A-Þ................. 56,96 HM Angela Franke, A-Þ ............. 57,82 E. Brigitha, Holl............... 58,10 200 m. skriðsund: K. Ender, A-Þ ................ 2.03,22 HM E. Birgitha, Holl ............ 2.03,73 A. Eife, A-Þ ................. 2.05,04 400 m. skriðsund: Angela Franke, A-Þ ........... 4.17,83 EM C. Doerr, A-Þ ................ 4.19,72 N. Caligaris, ít.............. 4.22,92 800 m. skriðsund: C. Doerr, A-Þ ................ 8.52,45 EM N. Caligaris, ít.............. 8.57,93 G. Wegner, A-Þ ............... 8.59,79 22 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.