Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1974, Blaðsíða 40

Skinfaxi - 01.12.1974, Blaðsíða 40
FORMANNAFUNDUR HSK Héraðssambandið Skarphéðinn hélt formannafund í Félagsheimili H.S.K. á Selfossi 18. október sl. Fundinn sátu for- menn flestra ungmennafélaga innan HSK, formenn hinna ýmsu starfsnefnda og stjóm sambandsins. Formaður UMFÍ, Hafsteinn Þorvaldsson, var gestur fund- arins. Aðalmál formannafundarins var vetrarstarfið. Formenn hinna einstöku íþrótta- og starfsnefnda innan HSK gerðu grein fyrir starfsemi sumarsins og áætlunum um vetrarstarfs emina. Ljóst er að mikill hugur er í Skarphéð- insmönnum að búa sig vel undir þátt- töku í Landsmóti UMFÍ næsta sumar, og hafa frjálsíþróttanefnd og sundnefnd gengið frá æfingaáætlun og skipulagðri félagsstarfsemi að landsmóti. Þá hefur afreksfólk sambandsins í sömu greinum verið valið til æfinga, og í frjálsum í- þróttum verið skipaðir æfingastjórar sem fylgjast munu með æfingum í vetur og gefa aðalþjálfara skýrslu reglulega, en hann er Ole Shjöler frá Aarhus í Dan- mörku, sem þjálfaði frjálsíþróttafólkið sl. sumar. Von er á honum aftur til HSK næsta vor. Mikill áhugi er á þátttöku í nýjum íþróttagreinum og mót fyrirhuguð í vet- ur. Má þar nefna blak, borðtennis, lyft- ingar o. fl. Körfuknattleikslið HSK heldur enn velli í I. deild, en áformað er að efla starfsemi yngri flokka á sambandssvæð- inu svo halda megi í horfinu í þessari mjög svo vinsælu íþróttagrein. Æfingar í handknatleik voru talsvert víða á sam- bandssvæðinu sl. sumar, en vegna að- stöðuleysis á þessi íþróttagrein mjög erf- itt framdráttar þar sem ekkert íþróttahús á sambandssvæðinu er það stórt að hægt sé að iðka þar handknattleik við löglegar aðstæður. Knattspyrnulið HSK á enn eftir einn leik í undankeppni landsmótsins, við UMSS og er hugur í þeim að vinna þann leik til þess að komast áfram í keppn- inni, en liðið hefur lokið tveimur leikjum í undankeppninni, tapað fyrir HSH, en vann leik sinn við UMSB. Þá er áformað að hefja hið fyrsta æf- ingar í glímu og starfsíþróttum innan HSK. Sömuleiðis er áhugi fyrir þátttöku í fyrirhuguðum hópsýningum í fimleik- um og þjóðdönsum á landsmótinu. Skarp- héðinn hefur þegar gert myndarlegt átak í félagsmálafræðslunni á sambandssvæð- og hafa formaður, og framkvæmdastjóri HSK, Jóhannes Sigmundsson og Guð- mundur Guðmundsson, stjómað því og kennt að meirihluta. Á formannafundin- um var lögð fram áætlun um félagsmála- fræðsluna á sambandssvæðinu í vetur, þar sem áformað er að halda 12 almenn félagsmálanámskeið I. stigs og 6 II. stigs 40 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.