Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1974, Blaðsíða 35

Skinfaxi - 01.12.1974, Blaðsíða 35
19. SAMBANDSRÁÐSFUNDUR UMFÍ í GRINDAVÍK Fundurinn hófst með morgunkaffi í Festi kl. 9,00 fyrir þá fjölmörgu er mættu til fundarins vítt og breitt af landinu í fyrsta snjó vetrarins á Suðvesturskag- anum. Alls sóttu fundinn um 50 manns. Stjóm- armenn UMFÍ, formenn og framkv.- stjórar héraðssambandanna, svo og gestir sem vom þessir: Þorsteinn Einarsson, Eiríkur Alexand- ersson, Reynir Karlsson, Svanfríður Guð- jónsdóttir, Valdimar Óskarsson, Eysteinn Þorvaldsson, Jóhannes Haraldsson, Þór- hallur Guðjónsson, Guðmundur Snorra- son, Vilhjálmur Ketilsson. Þessa góðu mætingu þingfulltrúa má tvímælalaust rekja til gróskumikils starfs ungmennafélaganna. Framkvæmd fundarins. Formaður Hafsteinn Þorvaldsson setti fundinn og bauð fundarmenn og gesti velkomna og gat þess að það væri stefna stjómarinnar að halda fundina sem víð- ast á landinu og hefði Grindavík því orð- ið fyrir valinu. Taldi hann 15. landsmót UMFÍ, húsnæðismál, fjármál, félagsmála- skólann og útgáfustarfsemina vera þau verkefni er hæst bæm í stjórninni. Starfsmenn fundarins voru kjömir: Fundarstjórar: Guðmundur Guðmunds- SKINFAXI son og Gunnar Sveinsson. Ritarar: Magn- ús Ólafsson og Haukur Steindórsson. Sú nýlunda var gerð á flutningi skýrslu að fyrir Iá fjölrituð punktaskýrsla í mjög stuttu máli, en Sigurður Geirdal gerði grein fyrir henni. Bar þar hæst geysilega aukningu á erlendum samskiptum. Síðan má nefna starfsemi félagsmálaskólans. Lagði Sigurður einnig fram bráðabirgða reikningsyfirlit. Formaður Landsmótsnefndar, Sigurð- ur R. Guðmundsson, gerði grein fyrir undirbúningi fyrir Landsmótið á Akra- nesi 1975. Taldi hann húsnæðisaðstöðu góða, vallaraðstöðu vel á veg komna og að sundlaug þyrfti að koma upp. Sagði hann ætlunina að finna starfsmann upp úr áramótum. Lagði hann fram spum- ingar í hópstarf um ýmsa þætti undir- búnings svo sem knattleiki, sýningar- greinar, starfsíþróttir o. fl. Umræðuhópar skiluðu síðan áliti og var það sameiginleg niðurstaða þeirra að fækka eigi þeim greinum sem lítið em iðkaðar og taka inn nýjar í stað þeirra. Bent var á nauðsyn þess að efla þjóð- dansana í landinu. Þegar hér var komið sögu var neytt kvöldverðar í boði bæjarstjómar Grinda- víkur. Bæjarstjórinn Eiríkur Alexanders- son, bauð fundarmenn velkomna, rakti 35

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.