Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1974, Blaðsíða 14

Skinfaxi - 01.12.1974, Blaðsíða 14
skólanna og annars starfsliðs þeirra á gildi félagsmálafræðslunnar, en eins og vitað er hefur sá þáttur fræðslunnar verið gjörsamlega vanræktur. Endurskoðun námsefnis — framhalds- fræðsla. Eins og áður segir hefur fengist mikil reynsla í félagsmálafræðslunni og mjög nauðsynlegt að vinna upp nýtt námsefni og breyta kennsluaðferðum. Fyrir liggur reynsla í kennslu í skólum inn í náms- skránni og utan hennar bæði sem val- grein og tómstundagaman svo og kennsla í skólum án verulegra tengsla við skól- ann svo og almenn námskeið hjá marg- víslegum ungmenna- og íþróttafélögum af flestum stærðum. í Ijós hefur komið að stærstu félögin eru verst á vegi stödd hvað varðar fé- lagslega virkni hins almenna félaga og sannast það best á því að flestir okkar hæfustu félagsmálakennarar hafa komið frá litlu félögunum og virlcni þeirra al- mennt meiri en hinna. Miðað við námsefnið og kennsluað- ferðir í Félagsmálaskólanum nú hafa litlu félögin notið þeirrar fræðslu mun betur en þau stóru, vegna þess að þar er hver einn félagsmaður langtum virk- ari félagslega en í hinum fjölmennari. Á þeim stöðum sem fræðslan hefur verið hvað mest, s.s. hjá UMSK, er árangur hennar að koma í Ijós núna eftir á fjórða ár og sannar það hina brýnu þörf félags- málafræðslunnar. Nýir þættir — tilraunakennsla Á vegum UMFÍ hefur farið fram til- raunakennsla í Bamaskóla Garðahrepps 14 svo og gagnfræðaskólunum í samráði við félagsráðgjafa Garðahrepps, Sigfús John- sen. Er nú unnið að búningi efnis fyrir bamaskólastigið með hliðsjón af reynslu sem fengist hefur af þeirri kennslu og í Bamaskóla Selfoss og er vonast til að það muni liggja fyrir fljótlega eftir ára- mótin. í Gagnfræðaskóla Garðahrepps verður í fyrsta skipti tekið sérstakt próf í félagsmálum en námsgreinin er valgrein og er tekið tillit til félagslegra starfa nemenda í skólanum svo og almennrar virkni á námskeiðinu. Fræðslunni er skipt niður í 5 stig og hefjast þau í barnaskólanum og lýkur með sérhæfingarvali eftir frjájsu vali og almennri kynningu á félagslegri upp- byggingu þjóðfélagsins í heild. I. stigi í báðum skólunum lýkur nú fyrir áramótin og síðan verður framhald þeirra ásamt öðmm I. stigs námskeiðum og framhald II. og III. stigs. í tengslum við fræðsluna hefur svo verið stofnað mál- fundafélag þar sem öllum nemendum skólans er heimil innganga. Það heitir Málfundafélagið Málfús. í fræðslunni er lögð mest áhersla á þjálfun í tjáningu og hópvinnubrögðum. Við þá fræðslu er notað segulband og kvikmyndavél ásamt ýmislegum þrautum fyrir hópstarf. Svo og ýmsar æfingar í leikrænni tjáningu. Erindrekstur Erindrekstur hefur verið talinn til Fé- lagsmálaskólans eftir að hann komst á laggirnar. Það hefur verið stefna stjómar UMFÍ og vilji héraðssambandanna að fulltríiar UMFÍ komi út á landsbyggð- ina til aðstoðar samböndunum við upp- byggingu starfsins í smáu og stóm. SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.