Skinfaxi - 01.12.1974, Blaðsíða 5
V AS ASON GBOKIN
Söngur og söngiðkan hefur frá fyrstu
tíð verið talsverð hjá ungmennafélögun-
um, og framan af árum var það alltaf
föst venja að hefja ungmennafélagsfundi
með því að syngja. Sömuleiðis var það
viðtekin venja á öðrum samkomum félag-
anna að taka lagið, þegar tækifæri gafst.
Allvíða munu félögin hafa gengist fyrir
skipulögðum söngæfingum undir leið-
sögn kennara, og í framhaldi af því stofn-
að söngkóra, bæði karlakóra, blandaða
kóra og söngkvartetta.
Uppistaðan í skemmtidagskrá ung-
mennafélaga hefur jafnan verið söngur í
einhverri mynd, og í ferðalögum íþrótta-
fólks sem og annarra félagshópa hefur
mikið verið sungið. Það mun líka sam-
dóma álit allra sem þátt taka í félags-
starfi að ekkert tengi fólk betur saman
en sameiginleg söngiðkan, ekkert lyftir
félagsandanum betur en söngur. í kjöl-
far hans fylgir gleði og öll tjáning ein-
staklingsins verður opnari og auðveldari.
Á undanfömum ámm hefur mjög skort
að til væri hentug og aðgengileg söngbók
til nota í almennu félagsstarfi, þar sem
finna mætti kjarna þeirra sönglaga sem
SKINFAXI
sungin em við þau tækifæri sem ég hef
nefnt hér að framan. Það var því gleði-
efni þegar upplýst var að UMFÍ hefði
verið arfleitt að útgáfu Vasasöngbókar-
innar, sem Þórhallur heitinn Bjarnason
prentari gaf út hér fyrr á ámm við mikl-
ar vinsældir.
Stjóm UMFÍ hóf því að vinna að
söngbókarmálinu, og lenti það í verka-
hring formanns að hefja undirbúnings-
störf að útgáfu bókarinnar.
Hafin var almenn söfnun söngtexta, og
leitað til allmargra aðila í því sambandi.
Undirritaður safnaði þessu öllu saman,
hugsanlega nothæfu og ónothæfu, og
raðaði því í möppu með efnisyfirliti í
stafrófsröð.
Á þessu stigi málsins kom til liðs við
okkur í söngbókarmálinu Jónas Ingi-
mundarson, þváerandi skólastjóri Tón-
listarskóla Árnessýslu, og vil ég meina að
það hafi verið mikið lán fyrir samtökin
og útgáfuna. Jónas var ráðinn söngbókar-
stjóri og honum gefnar frjálsar hendur
um gerð bókarinnar og efnisval, að sjálf-
sögðu með góðu samstarfi við stjóm
UMFÍ. Valdi Jónas síðan um 200 söng-
5