Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1974, Blaðsíða 17

Skinfaxi - 01.12.1974, Blaðsíða 17
UMFK voru valdir í landslið íslands í júdó sl. vetur, þeir Sigurbjörn Sigurðs- son og Hörður Óskarsson. Tveir félagar úr júdódeildinni voru valdir til að fara á námskeið í júdó í Þýzkalandi í sumar á vegum Júdósambands íslands, þeir Stefán Vestmann og Páll Þórðarson. For- maður júdódeildar UMFK er Jón Guð- laugsson. Borðtennisdeild. Borðtennis hefur verið iðkað á vegum félagsins nú í nokkur ár, en þessi íþrótt er aðallega iðkuð að vetri til og starf- semi nýbyrjuð aftur eftir sumarfrí. Æf- ingar fara fram í nýja íþróttahúsinu í Njarðvík. Og nú fyrir nokkrum dögum var okkur tilkynnt að Jón Sigurðsson sem er íslandsmeistari í unglingaflokki í borðtennis hefði verið valinn í A-lands- lið og Hjörtur Jóhannsson í unglinga- landsliðið. Knattspyrnu-trimmklúbbur UMFK Á sl. vetri setti UMFK á stofn knatt- spymu-trimmklúbb. I fyrstu vom aðeins nokkrir menn á joessum æfingum en þeim fjölgaði ört, og í dag eru 50 til 60 menn skráðir í þennan klúbb og 2 til 3 æfing- ar erp á viku. Ymislegt. Víðavangshlaup UMFK fór fram snemma sumars, keppt var í 5 fl. drengja og í tveim flokkum stúlkna. Veitt voru verðlaun fyrir 3 fyrstu menn en einnig var keppt um bikar, sem Kaupfélag Suð- urnesja gaf. Tveir félagar úr UMFK, þeir Hörður Jóhannsson og Jón Guðlaugsson fóm á æskulýðsmót í Noregi á vegum UMFÍ, styrktir af UMFK. SKINFAXI Nýtt ísl. drengjamet í kringlukasti Þráinn Hafsteinsson setti 11 íslands- met í sveinaflokki í frjálsum íþróttum árið 1973. í ár keppti hann í fyrsta sinn í drengjaflokki, og strax bætti hann met Erlends Valdimarssonar í kringlukasti og kastaði 55,22 m. Stóru kringlunni (2 kg.) kastaði hann 44,12 m. í surnar, en það er HSK-met. Spjóti fullorðinna kastaði hann 56,68 m., og er það einnig nýtt HSK-met. Drengjakúlunni varpaði hann 14,50 m. og stóru kúlunni 12,30 m. í hástökki stökk hann 1,85 m. Þráinn er meðal efstu mann á afrekaskrá íslands í kringlukasti, spjótkasti og hástökki þótt enn sé hann aðeins 17 ára gamall. Hann einbeitir sér nú að tugþraut. Þráinn Hafsteinsson, Umf. Selfoss. 17

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.