Skinfaxi - 01.12.1974, Blaðsíða 4
14 ára heimsmethafi
Við höfum stundum kynnt komungar
sundkonur úr ýmsum heimshlutum, en
telpurnar hafa verið iðnar við að setja
heimsmet undanfarin ár. Á myndinni er
þýska stúlkan Karla Linke sem á heims-
metið í 200 m. brinusundi kvenna. Hún er
aðeins 14 ára gömul, 1,78 m. á hæð, og
hún varð Evrópumeistari í sumar. Nánar
segir frá EM í sundi á bls. 21.
Landsmótið kynnt
Stöðugt styttist til 15. landsmóts UMFÍ
sem háð verður á Akranesi í sumar.
Landsmótsnefnd er að hefja víðtæka
kynningarstarfsemi fyrir landsmótið, sjá
bls. 31.
FORSÍÐUMYNDIN
er af 3. fl. Umf. Breiðabliks i Kópavogi er
hann tók við verðlaunum á íslandsmót-
inu. Það var mikill hátíðardagur er 3., 4.
og 5. flokkur Breiðabliks unnu íslands-
meistaratitil á sama degi í september,
enda ærin ástæða fyrir þá Kópavogsmenn
að fagna svo einstæðum árangri. Enginn
þessara flokka tapaði leik í mótinu.
Fremst á myndinni er Valdimar Valdi-
marsson fyrirliði 3. flokks Breiðabliks
með bikarinn, en lengst til hægri aftast
er þjálfari liðsins Ásgeir Þorvaldsson.
(Ljósm.: Gunnar Steinn).
V asasöngbókin
Jónas Ingimundarson hefur séð um
nýja útgáfu á Vasasöngbókinni fyrir
UMFÍ. Vasasöngbókin ávann sér miklar
vinsældir fyrir um 30 árum þegar Þór-
hallur heitinn Bjarnason gaf hana út.
Hann arfleiddi UMFÍ að útgáfunni. Hin
nýja útgáfa Jónasar er mjög vönduð og
ætti að bæta úr brýnni þörf. Viðtal við
Jónas er á bls. 8.
H appdr ættistek j ur
Héraðssambandið Skarphéðinn fékk
nær 130 þús. kr. í sölulaun fyrir Lands-
happdrætti UMFÍ. UMSE fékk 110 þús.
og UMSK 97 þús. kr. Of margir sam-
bandsaðilar eru áhugalitlir um að not-
færa sér þessa góðu tekjumöguleika.
Söluskrá og vinningaskrá ásamt reikn-
ingsyfirliti er á bls. 41-42.
4
SKINFAXI