Skinfaxi - 01.02.1975, Side 7
SYNDA eba SÖKKVA
Margoft hefur Skinfaxi reynt að fá ís-
lenzkt kunnáttufólk til að skrifa um sund-
íþróttina á íslandi, en þetta hefur gengið
afar treglega. Minnast má þó ágætrar
greinar hér í blaðinu eftir Hörð Óskars-
son íþróttakennara fyrir síðasta landsmót
UMFÍ og einnar greinar um sund al-
mennings eftir Guðmund Þórarinsson.
Hins vegar hefur ekki tekist að fá yfir-
litsgreinar eða greinar um sundþjálfun og
ekki heldur afrekaskrá ungmennafélag-
anna í sundi. Væri þó ekki minni ástæða
til slíks en að fá afrekaskrána í frjálsum
íþróttum sem birst hefur hér í blaðinu
um árabil. Er hér með skorað á áhuga-
samt og kunnáttusamt sundfólk að taka
sig til og semja slíka skrá árlega, svo og
metaskrá UMFÍ í sundi. Hvort tveggja
er mikilvægt til að auka áhugann og bera
saman árangurinn í hinum ýmsu bvggð-
um utan höfuðstaðarins.
Hins vegar skal þess þó getið að við
höfum þá ánægju að birta stutt viðtöl
við unga sundkonu og ungan sundmann
úr HSK, sem æfa nú bæði af kappi undir
landsmótið í sumar. Vonandi getum við
náð tali af fleiri slíkum iðkendum sund-
íþróttarinnar á næstunni.
Horfin frægð
Gífurlegar framfarir hafa orðið í sund-
inu á síðustu árum, en þær framfarir
hafa fyrst og fremst orðið í Evrópu og í
Norður-Ameríku. Gömul stórveldi í sund-
íþróttinni eins og Japan og Ástralía hafa
nú mjög farið halloka. I heimsafreka-
skránni fyrir árið 1974 (7 efstu í hverri
grein) eiga Japanir aðeins einn sund-
mann (Taguchi 4. í 100 m. bringusundi
karla). Frá Ástralíu er aðeins tveir karl-
menn (Holland 2. í 1500 m. skriðsundi og
Copper 6. í 200 m. baksundi) og þrjár
stúlkur (Turall, Gray og Lockyer), en
engin þeirra í fyrsta sæti.
Japanir unnu þó tvenn gullverðlaun í
sundi á síðustu olympíuleikum (Taguchi
í 100 m. bringusundi og Aoki í 100 m.
flugsundi kvenna), en árið eftir olympíu-
leikana hófst hin stórstíga sigurganga
austur-þjóðverja fyrir alvöru og japanir
þokuðust aftur úr. Forseti japanska
sundsambandsins, Akira Fujita, sagði í
Paul Okwuma frá Nígeríu synti nýlega 100 m.
fiugsund : 61,0 sek., og er ekki þesslegur að
hann sökkvi í Iauginni.
SKINFAXI
7