Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1976, Síða 3

Skinfaxi - 01.04.1976, Síða 3
SKINFAX Tímarit Ungmennafélags islands — LXVII. árg — 2. hefti 1976. — Ritstjóri og ábyrgðarm. Eysteinn Þorvaldsson. — Út koma 6 hefti á ári hverju. AÐ FJÁRFESTA í UNGU FÓLKI íþróttir njóta sívaxandi vinsælda, sem afþreying fólks á öllum aldri. Á sama tíma vaxa einnig ýmis vandamál í þjóðfélaginu, einkum varðandi ungt fólk. Má þar nefna að síaukinn drykkju- skapur og reykingar unglinga færast I vöxt og fíkniefni eru á boðstólum þó vonandi í litlum mæli. Vísasta leiðin aS uppræta framangreinda ósiði er öflugt félagsstarf. Skólar landsins sinna ekki hinni vaxandi þörf fyrir heil- brigt félagslíf, tómstundaafþreyingu og almennan félagsanda enda ekki veitt fjármagn til þessara hluta af hinu opinbera nema í litlum mæli. Hin frjálsa félagshreyfing er alls ómegnug að halda uppi nægilega hvetjandi og þroskandi starfi. Það fjármagn sem hún hefur milli handa fer einkum og í of miklum mæli til þjálfunar keppnisfólks og er þá Ijóst að stærri hópur stendur utanvið, af- skiptur. íþrótta- og ungmennafélagshreyf- ingin á að vera svo opin og breið að hún gefi öllum, þeim sem til hennar vilja leita, holl áhugamál við þeirra hæfi. Til þess að svo geti verið vantar fólk á öllum sviðum félagslífs svo og aðstöðu og fjármagn. Þó að unnið sé að mörgu og að- staða batni, er enn mikið átak fyrir höndum. í okkar þjóðfélagi hefur góð fjárfesting forgang. Að fjárfesta I ungu fólki er ein besta fjárfesting þessa lands. Arnaldur Bjarnason. SKINFAXI 3

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.