Skinfaxi - 01.04.1976, Page 16
Afmæli ungs íþróttafélags
I FIMLEIKUM
frá 6 ára til sextugs
Þetta er sama stúlkan og prýðir forsíðu blaðs-
ins. Hér er Bergiind i gólfæfingum og ljóst
cr að þarna er enginn viðvaningur á ferð-
inni. Berglind hefur náð bestum árangri ís-
lenskra fimlcikastúlkna þótt hún sé aðeins
13 ára gömui.
íþróttafélagið Gerpla í Kópavogi
hefur vakið athygli á undanförnum
misserum ekki síst fyrir góðan árang-
ur í fimleikum, og margir minnast
hinna góðu sýningarflokka félagsins á
landsmóti UMFÍ í fyrra.
Um þessar mundir á Gerpla 5 ára
afmæli. Fá íþróttafélög hafa unnið
eins mikið starf og þetta félag á svo
skammri ævi. Af þessu tilefni átti
Skinfaxi tal við Þórunni ísfeld Þor-
steinsdóttur, form. fimleikadeildar
Gerplu, en hún er einn af stofnend-
um félagsins.
— Forgöngu um stofnun félagsins
höfðu konur sem voru i fimleikum,
segir Þórunn. — Félagið hefur frá
upphafi veitt fjölþætta fimleika-
kennslu, en síðan hafa líka fleiri
16
SKINFAXI