Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1976, Page 17

Skinfaxi - 01.04.1976, Page 17
Hópur stúlkna á fimleikaæfingu hjá Gerplu í vor. Meðal fimleikastúlknanna eru þrír af kennurum félagsins. (Ljósm. Gunnar Steinn). íþróttagreinar bæst við starf félags- ins; badminton, borðtennis og judó. — Hverjir stunda helst fimleika hjá félaginu? — Það er fólk á öllum aldri. Við tók- um t. d. snemma upp kennslu fyrir krakka, og aðsókn hefur verið mjög mikil. Hjá okkur æfa börn allt niður í 6 ára aldur, en elstu iðkendurnir eru um sextugt. Stór hluti skólabarna í austurbænum fær enga íþrótta- kennslu í skólunum, en mörg þeirra sefa hjá Gerplu. — Hversu oft æfir fimleikafólkið hjá ykkur? Byrjendaflokkarnir æfa tvisvar í viku, en framhaldsflokkarnir þrisvar til fimm sinnum og jafnvel oftar. Stærsti hlutinn af iðkendum er stúlk- ur en einnig eru drengjaflokkar. — Fjöldinn? -—• í vetur hafa yfir 200 æft hjá fé- laginu. Við höfum ekki getað veitt fleirum viðtöku, en margir eru á bið- lista. Á sumardaginn fyrsta sýndu rúmlega 100 iðkendur fimleika á af- mælissýningu félagsins. Okkur lang- ar mikið til að geta veitt byrjenda- flokkunum meiri þjálfun næsta vetur, en skortur á góðu húsnæði hefur háð SKINFAXI 17

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.