Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1977, Blaðsíða 10

Skinfaxi - 01.04.1977, Blaðsíða 10
myndar, losna við afætur og milliliði í þjóðfélaginu, ýta til hliðar duglausu Reykjavíkurvaldi og landssölustefnu þess, og byggja upp atvinnulíf þjóðar- innar með eigin kröftum í sam- vinnu, — vítt um byggðir landsins. íslendingar geta hjálpað sér sjálfir ef þeir vinna vel og þagga niður upp- gjafatóninn. Gerum orð Guðmundar Inga Krist- jánssonar í „Sögunni um Jóhann Fást“ að okkar: Hygg ei, að tækin þig geymi né girði. Glerhöll og skart er þér einskis virði. Hvað gagnar þér heimsins gull að vinna, glatirðu sálum barna þinna? Ef húsbóndi auðsins á herðum þér situr, hvað hjálpa þér bílar og flugvélaþytur? Hjartað er dýrast, og andinn er yfir. ísland skal frjálst, á meðan þú lifir. (Tromsö, 5.2. ’77) Einar Eyþórsson. Afhending forsetamerkisins Laugardaginn 16. april sl. fór af- hending forsetamerkisins fram í Bessastaðakirkju. UMFÍ var boðið að vera við athöfnina og mætti Gunnar Kristjánsson sem fulltrúi þess. Er þetta í 13. sinn sem slík athöfn fer fram. Um 400 dróttskátar hafa hlotið forsetamerkið fram til þessa. í þetta sinn veittu liðlega 30 drótt- skátar merkinu viðtöku, meirihluti þeirra var frá Akureyri. Athöfnin hófst með því að forseti íslands, dr. Kristján Eldjárn og frú, ásamt stjórn Bandalags íslenskra skáta gengu í kirkju. Eftir ávörp og söng afhenti forseti íslands ungmenn- unum forsetamerkið. Forsetinn er sem kunnugt er verndari skátahreyf- ingarinnar. Að lokinni hugleiðingu dróttskáta var skátaheitið endurnýj- að. Athöfninni lauk síðan með söng, að henni lokinni var öllum viðstödd- um boðið til kaffidrykkju. Fimleikasýning hjá Gerplu íþróttafélagið Gerpla í Hafnarfirði hélt nemendasýningu í íþróttahúsi Kennaraskóla íslands 7. maí sl. Áhorfendapallar voru þétt setnir og góður rómur var gerður að þvi sem hið unga fimleikafólk hafði fram að færa. Sérstaka athygli vakti kynning á fim- leikastiganum, þar sem sýndar voru æfingar allra þátta fimleikastigans. Hópur stúlkna úr Gerplu sýna æfingar á gólfi. Ljósm. G.K.) 10 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.