Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1977, Blaðsíða 11

Skinfaxi - 01.04.1977, Blaðsíða 11
Hér eru flestir þátttakendur á ungbændaráðstefnunni saman komnir fyrir utan hótelið sem dvalið var á. Ungbændaráðstefnan 1977 Dagana -13.—16. mars fór fram í Gol í Hallingdal ráðstefna fyrir unga bændur á Norðurlöndum. Fulltrúar ís- lands voru Jóhann Guðmundsson Holti í Svínadal og Guðbjartur Gunn- arsson Hjarðarfelli í Miklaholtshreppi. Til Noregs var haldið laugardaginn 12. mars og gist í Osló eina nótt, en haldið til Gol daginn eftir. Ráðstefnan fór fram á Pers Hotell. Til ráðstefn- unnar mættu fulltrúar frá Noregi, Sví- þjóð, Danmörku og íslandi. Að morgni 14. mars var ráðstefnan sett. Að loknu erindi Amund Venger um þýðingu landbúnaðar fyrir búsetu til sveita var það síðan rætt í starfs- hópum. Eftir hádegismat flutti Odd Gran sitt erindi og hlaut það sömu af- greiðslu og hið fyrra. Erindi þetta fjallaði um samstarf héraða á sviði landbúnaðar. Um kvöldið voru samtök ungmenna- félaga á Norðurlöndum kynnt, og sá einn fulltrúi frá hverjum samtökum um kynninguna. Af okkar hálfu virtist hún ganga mætavel. SKINFAXI 11

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.