Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.04.1977, Qupperneq 18

Skinfaxi - 01.04.1977, Qupperneq 18
Kristján Ingólfsson. * I minningu Kristjáns Ingólfssonar Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands skipuleggur nú enn á ný fjölbreytt íþrótta- og félagsstarf á komandi sumri. Enn á ný á austfirsk æska þess kost að koma saman í starfi og leik á vettvangi ungmenna- og íþróttafélaganna. En er nú allt með sama brag og undanfarin ár? Hafa nú ekki orðið þáttaskil í starfi okkar? Jú, við söknum fallins vinar. Kristján Ingólfsson, fyrrverandi for- maður U.Í.A. er hniginn til moldar. Svo sannarlega höfum við mikils velgjörðarmanns að sakna, því að auk þess sem Kristján gegndi forystu sam- bandsins um árabil, var hann til síð- asta dags ómetanlegur bakhjarl okk- ar, sem nú stöndum i forystusveit, og ævinlega reiðubúinn til að taka að sér hver þau störf, sem honum voru falin af U.Í.A. Ég hygg að mörgum Austfirðingnum komi fyrst í hug nafn Kristjáns Ing- ólfssonar, þegar rætt er um störf U.Í.A. hin síðari ár. Sá maður, sem bar hitann og þungann af starfi sam- bandsins um það leyti, sem undirrit- aður flutti á Austurland fyrir 12 árum, var Kristján Ingólfsson. Hvar sem U.Í.A. stóð fyrir móti eða samkomu, var Kristján að einhverju getið, og venjulega var hann sjálfur mættur til að annast framkvæmd og til að halda reglu á hlutunum. Ég undraðist gjarna hvílíkt þrek það hlaut að útheimta að leggja sig fram svo sem Kristján gerði á þessum árum. Ég hygg að fáir eða engir hafi lagt aðra eins vinnu í það að halda uppi merki ungmennahreyfingarinnar hér á Austurlandi. Enda má hiklaust fullyrða að Kristján hafi unnið öll sín störf í anda hreyfingarinnar. Hvar sem hann fór, mátti mönnum ljóst vera að þar fór hugsjónamaður, sem ekki lét peningasjónarmið ráða sínum skoðunum, en studdi ávallt kjörorðið ÍSLANDI ALLT með orðum sínum og gerðum. 18 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.