Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1977, Side 19

Skinfaxi - 01.04.1977, Side 19
Ég átti þess kost að kynnast Kristjáni nokkuð, og hefði ég gjarnan viljað eiga með honum fleiri sam- ræðustundir um félags-, íþrótta- og þjóðfélagsmál. Um þessi mál var þægi- legt að eiga orðastað við Kristján. Um leið og ekkert skyggði á hreinskilni hans í þessum efnum, tók hann fullt tillit til þess sem viðmælandinn hafði fram að færa. Er það meira en hægt er að segja um marga stjórnmála- menn þjóðarinnar, sem trúa á eigin boðskap, en eru lítt móttækilegir fyrir skoðunum raunverulegra og ímynd- aðra andstæðinga. Orðkynngi Kristjáns naut sín vel, bæði við ræðuhöld og í samræðum, en ræðumaður var hann afburðasnjall. Mætti ungmennahreyfingin á íslandi eignast marga slíka á næstu árum. Ekki veitir af ræðuskörungum við endurreisn þessarar þjóðlegu hreyf- ingar, sem á í höggi við ótelandi and- stæðinga í heimi lífsþægindakapp- hlaups og verðbólguhugsunarháttar. Minning um slíkan mann sem Kristján, er hollt veganesti uppvax- andi æskulýð, sem nú er að gerast virkur í hinni íslensku ungmenna- hreyfingu. Sigurjón Bjarnason. Útgáfustarfsemi Skinfaxa hefur borist Nýr Ijósberi, ársrit Umf. íslendings, Andakils- hreppi. Er þetta í þriðja sinn sem ungmennafélagið stendur fyrir þess- ari útgáfu. í Nýjum ljósbera kemur fram að vel hefur verið starfað og í mörgu verið að snúast hjá ungmennafélögum. Á íþróttasviðinu ber frjálsar íþróttir og sund hæst, en félagið á sundlaug sem það rekur yfir sumarmánuðina, nefn- ist hún Hreppslaug. Kemur fram að rekstur hennar hafi gengið vel á síð- asta ári. Þjóðdansar voru einnig á dagskrá Umf. íslendings og sýndi hóp- ur frá þeim m.a. í Danmörku á lands- móti ungmennafélaga þar. Þá stóð félagið fyrir sýningu á leikritinu Leynimel 13, urðu sýningar sex og uppselt á allar nema eina. Félagar í Umf. íslendingi halda upp gömlum sið og gera sér dagamun á Jónsmessunni, á síðasta sumri komu þeir saman á Mannamótsflöt og undu sér við leiki, hlaup og söng við varðeld. Formaður Umf. íslendings 1976 var Sturla Guðbjörnsson. SKINFAXI 19

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.