Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1977, Síða 25

Skinfaxi - 01.04.1977, Síða 25
Sigurgísli Ingimarsson. íþróttamaðurinn Skinfaxi tekur nú upp þá nýbreytn.i að kynna þá íþróttamenn sem eru uppvaxandi og hafa staðið sig vel til þessa á sviði frjálsra íþrótta. Þeir sem leitað er til fá í hendur staðlað spurn- ingablað þar sem þeir eru beðnir að svara nokkrum staðreyndum um sjálfa sig. Sá fyrsti, sem kynntur er á þennan hátt, er skaftfellskur íþróttamaður, Sigurgísli Ingimarsson. Nafn: Sigurgísli Ingimarsson Hæð, þyngd: 1,75—70 kg Þjálfari; Stefán Hallgrímsson Fæðingardagur: 10.06.’56 Félag: U.S.V.S. Staða: nemi Helsti árangur, sigrar — titlar — framfarir o.s.frv. Af öllu öðru ólöstuðu verð ég að telja árangur minn í 400 m hlaupi í Árósum 1975 mitt besta. En þar hljóp ég á 52,5 sek. Að ná 3ja sætinu í 400 m hlaupi á Landsmóti U.M.F.Í. 1975 var minn stærsti sigur til þessa. Ekki aðeins var þetta sigur fyrir mig heldur einnig fyrir hið unga og tiltölulega fámenna ungmennasamband okkar, U.S.V.S. Helstu titlar eru eftirfarandi: Stigahæstur einstaklinga í ungl- ingakeppni F.R.Í. 1974. Stigahæstur einstaklinga, Héraðsmót U.S.V.S. 1975 og 1976. Besti árangur einstaklings, Héraðsmót U.S.V.S. 1976. Mestum framförum náði ég á árun- um 1972—1976. Helstu árangrar mínir á þessum ár- um eru: Langstökk: 6,13 (upphafl. 5,60) Hástökk; 1,70 (upphafl. 1,50) 100 m hlaup: 11,5 (upphafl. 12,5) 400 m hlaup: 52,5 (upphafl. 60,5) 1500 m hlaup: 4.37,4 (upphafl. 5.25,0). Breytt heimilisföng Skinfaxi minnir lesendur á að til- kynna um breytingu á heimilisföng- um, best er að það sé gert án milli- göngu beint á skrifstofu UMFÍ í síma 14317. Lesendur geta einnig hringt í þann síma ef eitthvað er ekki eins og það á að vera, varðandi dreifingu, efnis- val o.fl. ■< SKINFAXI 25

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.