Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1977, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.08.1977, Blaðsíða 3
r~SKÍWFAXI Ritstjóri og ábyrgðarm.: Gunnar Kristjánsson. — Út koma 6 hefti á ári. Tímarit Ungmennafélags íslands — LXVIII. árgangur— 4. hefti 1977 Þrastaskógur Stærsta gjöf og eflaust mesta viðurkenning sem Ungmennafélagi íslands hefur hlotnast fyrr og síðar er þegar hinn landskunni athafna- maður Tryggvi Gunnarsson, með gjafabréfi ánafnaði UMFÍ á 60. afmælisdegi sínum 28. október 1911, 45 hektara landsvæði austur við Sog í Grímsnesi, og félagsskapurinn gaf síðan nafnið Þrastaskógur. Allt frá fyrstu tíð hefur þar verið unnið mikið starf á sviði skógræktar, en það mun hafa verið skógræktaráhugamað- urinn Guðmundur Davíðsson, sem hóf þessi störf í skóginum, girti af svæðið og gaf því nafn. Málefnum Þrastaskógar miðar síðan veru- lega í tíð Aðalsteins heitins Sigmundssonar, bæði á sviði ræktunarmála og mannvirkjagerð- ar og þá er Hótel Þiastalundur byggt, þ. e. árið 1930 sem í þá tíð var eitt glæsilegasta gistihús landsins og myndarlega rekið af Elínu Egils- dóttur veitingakonu. Arftaki Aðalsteins sem skógarvörður í Þrastaskógi var frændi hans Þórður Pálsson frá Eyrarbakka en hann hafði starfað í skógin- um 7 sumur sem aðstoðarmaður Aðalsteins áður en hann tók við starfi skógarvarðar. í tíð Þórðar Pálssonar var mest unnið að skógrækt í Þrastaskógi og hlaut hann meðal annars verðlaun frá skógræktarfélagi íslands fyrir árangursrík störf á því sviði. Segja má að síðari tíma ábúð, eða upp- bygging, hefjist í Þrastaskógi með byggingu leikvangsins við Tryggvatré, sem lokið var að mestu sumarið 1966 og byggingu Nýja-Þrasta- lundar sem lokið var á miðju sumri 1955. Frá þeim tíma hefur ferðamannamóttaka stöðugt farið vaxandi í Þrastalundi, sem hefur á þessum tíma verið myndarlega rekin. UMFÍ á nú verulegar eignir að mestu skuld- lausar í Þrastaskógi og hefur uppi áform um að auka þær verulega á næstu árum. Þar eru efst á óskalista orlofsbúðir eða aukin húsnæð- isaðstaða, aukin íþrótta- og útivistarsvæði og enn myndarlegri ferðamannaþjónusta. Allt er þetta framkvæmanlegt ef vilji og áhugi eru fyrir hendi. Ungmennafélagar Enn eru í fullu gildi orð frumherjans Guðmundar Davíðssonar: „Að eft- ir umhirðu og ástund sinni í Þrastaskógi verður félagsskapurinn að verulega metinn, út á við.“ Leggjum því allan metnað okkar í sem myndar- legasta ábúð og mannvirkjagerð í Þrastaskógi. Heilir til starfa. H. Þ. SKINFAXI 3

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.