Skinfaxi - 01.08.1977, Blaðsíða 23
gengur snurðulaust fyrir sig. Héraðs-
læknirinn í Stykkishólmi, Pálmi Frí-
mannsson, er meðal keppenda i 1500 og
£000 m. hlaupi og er greinilegt að lengra
hlaupið á betur við hann (enda hleypur
hann 10 km. á hverjum morgni), þar sigr-
ar hann örugglega og er alls ekki langt
frá héraðsmetinu. „Ég neita því ekki að
það væri gaman að eiga héraðsmetið,“
segir hann að hlaupinu loknu, og bætir
svo við: „hver veit nema það komi, svona
áður en maður verður gamall."
Það er komið að lokum mótsins, aðeins
eftir að tilkynna úrslit stigakeppninnar,
og brátt upplýsist að Snæfell, Stykkis-
hólmi, hefur náð flestum stigum út úr
greinum þessa móts og fær að launum
veglegan grip til varðveislu fram að
næsta héraðsmóti. Keppendur, starfsfólk
og áhorfendur halda heimleiðis eftir
langan og lýjandi dag en þó í alla staði
mjög ánægjulegan.
Fararskjóta Skinfaxa er snúið suður á
bóginn á ný. í Borgarnesi er komið við
hjá Fleming Jessen sem er kennari þar
og jafnframt potturinn og pannan í
frjálsíþróttastarfi Umf. Skallagrims,
hann lætur vel yfir síðari degi Héraðs-
Sigursælar stöllur úr Stykkishólmi, frá vinstri:
Kristjana Hrafnkelsdóttir, Sigurlaug Friðþjófs-
dóttir, Maria Guðnadóttir.
Hart barist í úrslitum
100 m. hlaupsins, frá
hægri: Jónas Kristó-
fersson, Bjartur Bjarna-
son, Hilmar Gunnarsson
og Þór Albertsson.
móts UMSB og er ánægður með árangra
og segir að þeir árangrar sem nægðu til
sigurs i fyrra hefðu ekki nægt nema í
3.—4. sæti nú, svo framfarirnar eru ör-
ar hjá þeim Borgfirðingum. Eftir að hafa
tekið niður úrslit síðari dagsins og
drukkið kaffi með, er enn haldið af stað
út í myrkrið, sem minnir óþægilega á,
að senn fer sumri að halla.
SKINFAXI
23