Skinfaxi - 01.08.1977, Blaðsíða 20
Rúnar Vilhjálmsson býr
sig undir að kasta, í
hjólhýsinu er Eyjólfur
Magnússon við þular-
störf.
demba sér inn í atburðarásinu og freista
þess að festa á filmu eitthvað af hinu
unga og efnilega frjálsiþróttafólki sem
þar heyr sina keppni. Ég sé fljótt að ekki
er viðlit að fylgja þeim áformum mínum
að taka viðtöl, allt gengur það fljótt og
snurðulaust fyrir sig, að slíkt myndi að-
eins tefja og trufla keppendur; það verð-
ur þvi að biða betri tíma.
Sólin hellir hitageislum sínum yfir
keppendur og áhorfendur, sem ekki eru
mjög margir frekar en venja er þegar
frjálsar íþróttir eiga í hlut. Synir Vil-
hjálms Einarssonar silfurhafans frá Mel-
bourne, láta mikið að sér kveða og raða
sér í efstu sætin í þeim greinum sem þeir
taka þátt í. Og einn þeirra, Einar, bætir
Borgarfjarðarmet sitt í spjótkasti frá því
fyrr í sumar um tæpan meter, þegar
hann kastar 59.73 m.
Kornungar systur úr Borgarnesi, íris og
Svava Grönfeldt, mjög efnilegar íþrótta-
konur, eiga eitthvað vantalað við Borgar-
fjarðarmetin. Svava, sem er nýorðin 12
ára, bætir metið í 400 m. hlaupi um tæp-
ar 3 sek. og íris hendir spjótinu rúmum
tveimur metrum lengra en hún hefur
áður gert og metið er nú 36.86.
Jón Diðriksson landsliðsmaður þeirra
Iris Grönfeldt
býr sig undir a8
kasta.
20
SKINFAXI