Skinfaxi - 01.08.1977, Blaðsíða 16
að það væri honum sennilega nýmæli
að sjá slíkt furðuverk
Sem ég virði þessa sýn fyrir mér
tek ég eftir því að mér er farið að
kólna allískyggilega, að það sé vegna
þess að ég horfi á jökla get ég ekki
alveg sætt mig við en svona til öryggis
lít ég af þeim um stund og tek þá eftir
því að buxnaskálmin er frosin við út-
vegg þotunnar; bregð ég við hart og
títt og næ henni þegar lausri. Svo
virðist sem slíkur heljar kuldi sé að-
eins á þeim stað sem ég sit, því fólk
lítur til mín undrunaraugum er ég tek
að dúða mig fötum á þeirri hlið er út
að vegg snýr. Svo lagast þetta og ég
get aftur farið að einbeita mér að því
sem fyrir augu ber út um glugga þot-
unnar. Þegar fjallgarðinum sleppir
taka við víðáttumiklar sléttur svo
langt sem augað eygir með búgörðum
í þyrpingum hér og þar. Það er enn
ekkert lát á sléttunni þegar ský birgja
útsýnið eftir rúmlega klukkustundar
flug.
BLÓMSVEIGUR LAGÐUR AÐ
GRAFHÝSI LENINS
Síðasta dag ferðalags okkar þre-
menninganna dveljum við í Moskvu
borg. Á hádegi þennan dag stöndum
við í biðröð á Rauða torginu og bíðum
þess að ganga í gegnum grafhýsi Len-
íns, en það er meira en það sem bíður
okkar. Okkur hefur sem sé hlotnast
sá heiður að leggja blómsveig að graf-
hýsi þessa þjóðardýrlings; á meðan sú
athöfn fer fram suða sjónvarpsvélar
í grenndinni.
Á eftir göngum við inn í grafhvelf-
inguna niður tröppur hægt og virðu-
lega, ekki má gefa frá sér hljóð og
bannað er að nema staðar. Biðröðin
þokast umhverfis glerkistuna sem
stendur á upphækkuðum stalli í miðju
grafhýsinu um tvo metra frá tröpp-
unum, og úr þeirri fjarlægð eru þess
ekki nein merki að sjá að sá sem i
henni liggur hafi gefið upp öndina
fyrir 50 árum.
í garðinum hjá íslensku
sendiherrahjónunum,
frá vinstri: Gunnar
Kristjánsson, Arvo
Alias, Gylfi Kristinsson,
Hannes Jónsson, sendl-
herra, Vladimir Sjisjkin,
Þorsteinn Magnússon
og Karín Jónsson,
sendiherrafrú.
16
SKINFAXI