Skinfaxi - 01.08.1977, Qupperneq 14
langt mál yrði hér upp að telja. Ljós-
myndari fylgir okkur á þessa fundi og
er okkur tjáð að myndirnar af okkur
þremenningunum skuli varðveittar á
safni Komsómól-deildarinnar sem ver-
ið er að stofnsetja um þessar mundir.
Við fáum svo sýnishorn af þessum
myndum áður en við höldum af stað
til Moskvu.
SAMYRKJUBÚ HEIMSÓTT
Enn erum við komnir upp í Volg-
urnar og nú er ferðinni heitið út í sveit
til að skoða samyrkjubú. Perðin þang-
að tekur tæpa tvo tíma, en sem betur
fer er vegurinn malbikaður svo hægt
er að hafa opna bílglugga án þess að
eiga það á hættu að allt fyllist af ryki.
Þegar til búsins kemur erum við
Beðið eftir bílunum. Frá v.: Þorsteinn, Gylfi
og túlkurinn Arvo.
drifnir á fund með yfirmanni búsins.
Á þessu samyrkjubúi, sem stofnað var
1929, hefur einkum verið lögð áhersla
á trjárækt auk ávaxtaræktunar og
starfa þarna 350 manns, 50 þeirra með
háskólamenntun. Unnið er fimm daga
vikunnar, 7 tíma á dag, en um upp-
skerutímann er þó unnið lengur eða
Við veisluborðið.
8—9 tíma á dag. Á þennan hátt er
unnið 11 mánuði en einn mánuður er
hvíldarmánuður. Að fundinum lokn-
um snæddum við kvöldverð úti undir
berum himni á fögrum stað í skógar-
lundi þar sem lækjarspræna seytlar,
og vatnið í henni er eins gott og það
best gerist á íslandi. Borðið svignar
undan kræsingum og þarna hefst hið
allra lengsta borðhald sem við höfum
setið, það stendur samfleytt í 6 stund-
ir og það er orðið rökkvað þegar stað-
ið er upp frá borðum.
Þannig líða dagarnir einn af öðrum
við skoðunarferðir, viðræður og mat-
arveislur. Við skoðum verksmiðju sem
framleiðir rafmagnslestir og lyftara,
heimsækjum listakonu og verðum
hreint furðu lostnir yfir afköstum
hennar sem er húsmóðir og tveggja
barna móðir. Þarna eru m.a. högg-
myndir og við fáum að handleika
hamarinn sem hún notar við iðju sína
og hann er engin léttavara.
AFTUR TIL MOSKVU
Og þá erum við komnir í loftið og
ferðinni heitið aftur til Moskvu. Gest-
gjafarnir gerðu ekki endasleppt við
okkur og bjuggu okkur út með nesti
14
SKINFAXI