Skinfaxi - 01.08.1977, Blaðsíða 11
þetta var nokkuð þreytandi meðan á
því stóð, en eftir á að hyggja hefðum
við ekki viljað missa af neinu af því
sem boðið var upp á.
Sú staðreynd að við þessar norður-
hjaraverur vorum nú staddir á suð-
lægri breiddargráðu í steikjandi sól og
hita og gátum lítið sem ekkert not-
fært okkur þá möguleika sem buðust
til að umbreyta litafrumum húðarinn-
ar, olli nokkrum áhyggjum, en við því
var ekkert að gera, en til þess að fara
ekki algjörlega á mis við þessi gæði
heimsins var hvert tækifæri notað til
að stinga nefinu i sólina og er ekki
örgrannt um að sumir hafi verið all-
háleitir þann tíma sem verið var utan
dyra.
HALDIÐ ÚT ÚR HÖFUÐBORGINNI
Og nú er ferðinni heitið til að skoða
gömlu höfuðborgina sem liggur í um
30 km. fjarlægð frá þeirri nýju, á stað
þar sem tvö fljót mætast. Á leiðinni
þangað gleymum við alveg hversu heitt
er, því athygli okkar er öll bundin við
aksturinn og nú er svo komið að í
fyrsta sinn á ævinni er ég hræddur í
bíl, hinir innfæddu bílstjórar okkar
virtust ekki mikið vera að hugsa um
lagakróka kennda við umferð. Vegur-
inn út frá borginni er tvær akgreinar,
ein í hvora átt, skipt með óbrotinni
línu, hvor um sig nægjanlega breið til
þess að rúma tvöfalda umferð, en á
því er engin regla, yfirleitt er ekið á
miðjum vegi. Þetta leiðir af sér sí-
felldan framúrakstur og þar sem áætl-
un okkar er nákvæmlega tímasett og
mikið liggur við að hún standist erum
við í hópi þeirra sem aka fram úr,
þannig að oft á tíðum er bíllinn okkar
á öfugri akrein á æsiferð og bílar á
móti. Smám saman förum við að venj-
ast þessu því allt sleppur þetta nú ein-
hvern veginn. Rósemi bílstjórans hef-
ur góð áhrif á okkur, honum virðist
þessi akstursmáti svo eðlilegur og
sjálfsagður að hræðslan rennur af
okkur; merkilegt nokk, við verðum
aldrei varir við umferðaróhöpp þann
tíma sem við dveljumst í borginni.
Á leiðinni til gömlu höfuðborgarinn-
ar skoðum við gamallt klaustur sem
stendur uppi á snarbrattri hæð, en í
kringum það eru leifar af rammgerð-
um virkisveggj um frá þeim tíma er
klaustrið var afdrep íbúa héraðsins ef
hættu bar að höndum, en vegna legu
þess var ekki auðsótt þangað þeim er
ekki vissu um þá leið er greiðfærust
var.
Inn í sjálft klaustrið er ekki hægt
að fara nú þar sem yfir stendur gagn-
ger viðgerð á því. Við látum okkur því
nægja að virða fyrir okkur útsýnið.
Síðan er haldið til hinnar gömlu höf-
uðborgar. Þegar þangað er komið er
haldið rakleitt til að skoða ævaforna
kirkjubyggingu sem að innan er prýdd
myndum frá 13. og 14. öld. Þær eru
margar farnar að láta á sjá en hafa
þó haldið sér furðuvel fram á þennan
dag. Myndirnar sýna píslarsögu Krists;
einnig eru þarna myndir af hinum
ýmsu dýrlingum. Þegar við höfum virt
þessi furðuverk fortíðarinnar fyrir
okkur um stund og hlýtt á sögu bygg-
ingar og borgar höldum við á ný út í
sólskinið. Margt fólk er þarna sömu
erinda og við, en við sjáum þó fólk á
stjái sem greinilega er íbúar þessarar
SKINFAXI
11