Skinfaxi - 01.08.1977, Blaðsíða 10
TBILÍSI,
höfuðborg Georgíu.
á 17 hæðir. Við búum á þeirri 6. Er við
leggjumst til hvíldar finnum við til
spennings yfir að sjá hvernig þessi
ljósaborg muni líta út við dagmál.
Og við verðum svo sannarlega ekki
fyrir vonbrigðum, þegar við árla morg-
uns lítum yfir þann hluta sem sjáan-
legur er frá hótelinu; augum okkar
mætir hrein og björt borg í fögru um-
hverfi.
Skammt frá hótelinu er hæð á að
giska 400—500 m. há. Þar uppi er
skemmtigarður, veitingahús og útsýn-
isturn. Þangað eru stöðugar ferðir með
vögnum sem annað hvort fylgja jörð-
inni eða eru lausir við hana. í miðri
hlíðinni er mikið líkneski af konu sem
heldur á skál og sverði, táknræn mynd
sem merkir að á móti vinum sé vel
tekið og þeim færður matur og drykk-
ur en gegn óvinum sé snúist til varnar.
Við sannfærumst um að við séum
í fyrrnefnda hópnum þegar við mæt-
um til morgunverðar, og þann tíma
sem við eigum eftir að dveljast þarna
dettur okkur aldrei í hug að efast um
það, öllu heldur væri styrkleiki vin-
áttunnar í réttu hlutfalli við það magn
kræsinga sem fyrir okkur voru bornar
daglega, þá væri þar á ferðinni mikil
vinátta.
Við komumst að því þennan fyrsta
morgunn okkar í höfuðborginni að
okkur er svo sannarlega ekki ætlað að
slæpast neitt, hver einasti dagur þess-
arar fjögurra daga veru okkar þar er
þaulskipulagður frá morgni til kvölds,
ekki upp á neinn hérumbil-tíma held-
ur upp á klukkstund og mínútur. Gest-
gjafar okkar eru staðráðnir í því að
sýna okkur sem mest á þeim tíma
sem til stefnu er. Það viðurkennist að
Kvenlíkneskið
mikla.
10
SKINFAXI