Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1977, Blaðsíða 19

Skinfaxi - 01.08.1977, Blaðsíða 19
imiiiiiiiiiiMiiMiimiiiimMMiiiimiiMiiiiiiiiiiiiiMiiiMiiimmiiiiimiiiiiiimmimiiiiiimiiMiiiiiiiiiimimmiiiiiiiiiimiMiiiiiiMiiimiiiiiiiiiiiiiiiimim MÓT Á MÓT OFAN Sumarið er sá tími sem mest er að ger- ast i starfi ungmennafélaga og héraðs- sambanda. Alls kyns mót eru haldin víðs vegar um landið. Það verður ekki hjá því koinist að þetta 4. tbl. Skinfaxa verði að töluverðu teyti helgað þessum mótum og úrslitum þeirra. Það er föstudagur 13. ágúst og auglýs- ingar um héraðsmót í frjálsum íþróttum félaga, en félagatalan hafði staðið í stað í mörg undanfarin ár. Ég held að skráðir félagar í Víkverja séu um 200 í allt þar með taldir styrktarfélagar. — Hvernig hefur gengið að fjár- magna starfsemina? — Ég hef sjálfsagt sömu sögu að segja og aðrir, að við eins og svo mörg önnur félög berjumst í bökkum með rekstur félagsins. Ýmislegt sem við hefðum viljað fitja uppá verður út- undan, mætti þar til dæmis nefna þjóðdansa o. fl. — Að lokum, Kristján, hvað er framundan, — Framundan er barátta við að koma félaginu á fastan sess, auka við starfsemina, halda félaginu fjárhags- lega gangandi. Við erum bjartsýnir og fullir af baráttuþreki, ákveðnir í að sækja á brattann. Við hugsum til næsta starfsárs með tilhlökkun og sigurvilja. dynja í eyrum. Héraðsmót hjá USVS, UMSB, HSH, USVH öll um þessa helgi. Nú er úr vöndu að ráða. Hvert skal halda? Það verður ofan á að stefna farkostin- um i hánorður. UMSB hefur mikið verið í sviðsljósinu í sumar, sigraði t.d. þriðju deildina austur á Eiðum um verslunar- mannahelgina með miklum glæsibrag. Sú keppnisferð varð að hringferð um landið, að vísu fyrir fram ákveðinni, og þvi eng- in tilviljun. Þeir Borgfirðingar halda nú tveggja daga héraðsmót og i þetta sinn er það haldið i Borgarnesi. Það er því ákveðið að fylgjast með fyrri deginum hjá þeim en halda siðan á Snæfellsnesið þar sem HSH heldur sitt héraðsmót á sunnudeg- inum i Ólafsvik. Það er hlýtt veður og mistur yfir þegar lagt er af stað úr Reykjavík, verksmiðju- reykur frá iðnaðarborgum Evrópu, segir þulurinn i útvarpinu, heitasti dagur sum- arsins í Reykjavik; það gat nú ekki verið að hann kæmi einn og yfirgefinn, en það verður víst að umbera svæluna fyrst hiti fylgir henni. Pokinn með hinum venjulega útbúnaði þegar iþróttamót eru annars vegar, þ.e. 2—3 peysur og vindheldur jakki, liggur í sætinu við hliðina, en undrið skeður, ekki hefur verið hreyft við innihaldi hans þeg- ar snúið er til baka seint á sunnudags- kvöld. Sannkallað „skyrtuveður“ báða dagana. Það er allt i fullum gangi á héraðsmót- inu hjá UMSB þegar i Borgarnes er kom- ið, það er því ekki annað að gera en að SKINFAX I 19

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.