Skinfaxi - 01.08.1977, Blaðsíða 12
öldnu borgar. Það lætur ferðamanna-
ysinn ekki hafa truflandi áhrif á sig
en tekur lífinu með ró.
Enn á ný er sest inn í bílana, sem að
sjálfsögðu eru Volgu-gerðar, og ekið
til baka til Tbilísi. Þar er farið í skoð-
unarferð um borgina, matur snæddur
og farið aftur í skoðunarferð. í ferð-
um þessum komum við m.a. í byggða-
safn, nokkurs konar Árbæjarsafn, þar
sem varðveitt eru gömul hús, aðallega
sveitabæir frá hinum ýmsu tímum
sögunnar.
KOMIÐ í ÆSKULÝÐSBÚÐIR
Aftur er haldið út úr borginni, í
þetta sinn í gagnstæða átt við það
sem farið var um morguninn, og nú er
ferðinni heitið til æskulýðsbúða
skammt fyrir utan Tbilísi.
Þeðar við stígum út úr bilnum fyrir
utan hliðið rekur okkur í rogastans.
Meðfram stígnum sem liggur heim að
búðunum standa á annað hundrað
börn, prúðbúin og snyrtileg með rauða
hálsklúta og húfur, og fagna okkur
með lúðrablæstri og kveðjuhrópum.
Þar sem við áttum alls ekki von á slík-
um móttökum verða okkar fyrstu við-
brögð að líta um öxl og skyggnast eftir
því hvort þar væru tignir gestir á ferð
sem við af einhverjum ástæöum hefð-
um orðið á undan. Svo er ekki og við
verðum að kyngja því að þessar mót-
tökur séu okkur ætlaðar. Við göngum
því stíginn á enda. Þar sem honum
lýkur á allstóru svæði er numið staðar.
Lúðrablásturinn þagnar en við tekur
svellandi harmonikkuleikur, tvö börn,
stúlka og drengur, stíga fyrir okkur
Georgiskan dans. Þegar honum lýkur
ganga fram tvær stúlkur og bjóða
gestunum upp í dans. Nokkurt fát og
fum kemur á þá en stúlkurnar eru
ákveðnar og þeir verða að ganga fram
og freista þess að bera sig til við dans-
inn eitthvað í líkingu við það sem
mótdansarar þeirra gera. Dansinum
lýkur stórslysalaust en ekki er laust
við að sumir andi léttar.
Hér fær Þorsteinn
að spreyta sig t
dansinum.
12
SKINFAXI