Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1977, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.08.1977, Blaðsíða 8
stytta þann tíma sem við dvöldum í Sovétríkjunum, einnig Vladimir sem var með okkur allan tímann og sá um af mikilli kostgæfni að allt væri klapp- að og klárt á hverjum tíma. Hlýlegar móttökur þeirra eyddu á svipstundu þeim beyg, sem gjarnan sest að ferðalangi í ókunnu landi. Á meðan við bíðum eftir að farang- ur okkar komi í ljós greinir Andrei okkur frá því i aðalatriðum hver verði dagskrá þessarar heimsóknar okkar, en við höfðum harla lítið vitað hvað biði okkar, er við lögðum af stað í þessa ferð. Á þessum fyrsta degi sem senn er að kveldi kominn er aðeins einn dag- skrárliður, kvöldverður. Ferðin frá flugvellinum tekur klukkustund en hótelið sem við dvelj- um á þessa fyrstu nótt okkar í Moskvu er nálægt miðborginni. Það heitir Junost og er í eigu Sovéska æskulýðs- sambandsins. Hótelið er nokkuð kom- ið til ára sinna og mesti glansinn far- inn af þvi. OLYMPÍULEIKVANGURINN Út um gluggann á herbergjunum blasir við geysimikil bygging, þar reynist vera Lenin-leikvangurinn, en á þeim stað verða Ólympíuleikarnir háðir 1980. Undirbúningur er þegar í fullum gangi, segir Vladimir í gegnum túlkinn okkar, og stórvirkir kranar sem stóðu á víð og dreif um svæðið staðfestu það með nærveru sinni að mikið stæði til. Síðar kemur á daginn að þegar er búið að teikna merki leikanna, bæði aðalmerkið sem og merki einstakra greina, þetta kemur í ljós er við, staddir í gjaldeyrisverslun, rekum aug- un í barmmerki í þúsundatali. Hinir eigulegustu gripir og ekki mjög dýrir. LITAST UM í MOSKVU Annar dagur dvalarinnar er runninn upp bjartur og fagur, iðandi mannlíf á götum úti, og við förum ásamt túlk- inum í skoðunarferð um næsta ná- grenni hótelsins, eða upp á hæðir kenndar við stórmennið í glerkist- unni. Þar uppi er mikill háskóli með háum tumi en frá brún hæðarinnar er dágott útsýni. Þar í brúninni eru tveir skíðastökkpallar og ungmenni að æfa skíðastökk þótt hásumar sé og enginn snjórinn. Ekki gefst langur tími til skoðunar því fljótlega eigum við að mæta á fundi með varaformanni æskulýðs- sambandsins, þeim sem tók á móti okkur á flugvellinum í gær, Andrei Filipov. Við notum tímann sem það tekur að aka þangað til að horfa í kringum okkur, við ökum smáspöl meðfram Moskvuflj ótinu sem hlykkj- ast gegnum stórborgina, svifbátar full- ir af ferðafólki þjóta um fljótið, sums staðar standa menn við bakkann með veiðistöng og dorga. Hvert sem litið er mætir augum mikill trjágróður bæði að vexti og magni og nokkra furðu vekur hversu andrúmsloftið er hreint. Á fundinum með Andrei sem er þægilegur og glaðlegur maður, þéttur á velli, fræðumst við um starfsemi Sovéska æskulýðssambandsins mátt þess og megin ... HALDIÐ TIL KÁKASUSFJALLANNA Er við höfum að loknum fundinum 8 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.