Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1977, Blaðsíða 21

Skinfaxi - 01.08.1977, Blaðsíða 21
Borgfirðinga er hinn öruggi sigurvegari í 400 og 1500 m. hlaupi en þó töluvert frá sinu besta, enda litil keppni. Og senn er komið að síðustu greinum á þessum fyrri degi héraðsmótsins, 4x100 m. boðhlaupi kvenna og karla. Boðhlaupin geta oft verið hin skemmtilegustu á að horfa. í kvennaflokki er töluverð keppni og bar- átta, en A-sveit Skallagrims með Svövu Grönfeldt í endasprettinum sigrar örugg- lega. Skallagrimur sigrar einnig í karla- flokki og á nýju Borgarfjarðarmeti, 47.1 sek. Klukkan er 16.30 og mótinu lokið að- eins 10 mín. á eftir áætlun. Keppendur halda til síns heima til að hvíia sig undir átök siðari dagsins albúnir þess að bæta nú enn við fyrri árangra. Fararskjóti Skinfaxa (illa komið fyrir þeim mikla fák), japanskur i húð og hár, er ræstur og haldið er af stað og enn norður á bóginn. í Ólafsvik hefur mikil undirbúnings- vinna verið lögð í að skapa aðstöðu til þess að hægt væri að halda héraðsmótið og sem jafnframt væri til frambúðar. Óhætt er að segja að sú vinna hafi tek- ist vel. Allir eru ánægðir, keppendur jafnt sem SKINFAXI 21

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.