Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.08.1977, Qupperneq 21

Skinfaxi - 01.08.1977, Qupperneq 21
Borgfirðinga er hinn öruggi sigurvegari í 400 og 1500 m. hlaupi en þó töluvert frá sinu besta, enda litil keppni. Og senn er komið að síðustu greinum á þessum fyrri degi héraðsmótsins, 4x100 m. boðhlaupi kvenna og karla. Boðhlaupin geta oft verið hin skemmtilegustu á að horfa. í kvennaflokki er töluverð keppni og bar- átta, en A-sveit Skallagrims með Svövu Grönfeldt í endasprettinum sigrar örugg- lega. Skallagrimur sigrar einnig í karla- flokki og á nýju Borgarfjarðarmeti, 47.1 sek. Klukkan er 16.30 og mótinu lokið að- eins 10 mín. á eftir áætlun. Keppendur halda til síns heima til að hvíia sig undir átök siðari dagsins albúnir þess að bæta nú enn við fyrri árangra. Fararskjóti Skinfaxa (illa komið fyrir þeim mikla fák), japanskur i húð og hár, er ræstur og haldið er af stað og enn norður á bóginn. í Ólafsvik hefur mikil undirbúnings- vinna verið lögð í að skapa aðstöðu til þess að hægt væri að halda héraðsmótið og sem jafnframt væri til frambúðar. Óhætt er að segja að sú vinna hafi tek- ist vel. Allir eru ánægðir, keppendur jafnt sem SKINFAXI 21

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.