Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.06.1978, Page 13

Skinfaxi - 01.06.1978, Page 13
ÞRASTASKÓGUR Stóreign ungmennafélags íslands X Horft til baka af fyrstu hæðinni, séð ofan á veitingaskálann or SoRÍð. Ingólfsfjall lengst til hægri. Selfoss er í þá átt sem krossinn er. Um Þrastaskóg hefur oft verið rætt og ritað. Samþykktir hafa verið gerðar á þingum UMFÍ, nefndir verið skipaðar milli þinga jafnt sem á þingunum sjálfum allt í þeim tilgangi að efla, bæta og nýta þessa eign ungmennafélaganna. Stórhuga áform hafa litið dagsins ljós, sum þeirra hafa komist svo langt að birtast á prenti, önnur jafnvel örlítið lengra, en flestum er það sameiginlegt að hafa kafnað í fæðingunni. Hinn almáttugi áhrifavaldur þegar stór- huga áform eru annars vegar — fjármagns- skorturinn — hefur átt stærstan þátt í þess- ari kæfingu, þótt eflaust komi fleira til. Ekki má skilja orð mín svo, að ekkert hafi verið gert í Þrastarskógi frá því að hann komst í eigu UMFÍ 1911, en hins vegar er það ljóst að það sem þar hefur verið áorkað hefur að mestu verið bundið atorku og elju, einstakra áhugamanna innan hreyfingarinnar sem borið hafa hag skógarins fyrir brjósti frekar en að um sam- stillt átak heildarinnar hafi verið að ræða. Hvað býður Þrasta- skógur upp á í dag? Því fer ekki fjarri að stundum hvarfli að sá grunur að þorri ungmennafélaga, a.m.k. af yngri kynslóðinni, viti næsta lítið um tilveru Þrastaskógar og eignaraðild ung- mennafélaganna í honum. Þeir sem lesa Skinfaxa eru aðeins litill hluti af heildinni, en þeim fer fjölgandi sem betur fer, og í þeirri von að þeir sem að hann lesa segi öðrum frá skal eftirfarandi upplýst: Staðsetning: Þrastaskógur er 45 hektara landssvæði austur við Sog, nánar tiltekið í 8 km fjar- lægð frá Selfossi ef ekið er í áttina upp að Laugarvatni um Grímsnes. Þegar komið er yfir Sogsbrúna verður fyrir á vinstri hönd fordyri skógarins með veitingaskálann Þrastalund í forgrunni. Veitingaskáli þessi er eign UMFÍ en leigður SKINFAXI 13

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.