Skinfaxi - 01.06.1978, Page 22
Þjónustumið
stöð U.M.F.Í
Senn líður að því að aðsetur skrifstofu
UMFÍ flytjist í hið nýja húsnæði að
Mjölnisholti 14. Verður sá flutningur
sennilega um garð genginn þegar þessar
línur koma fyrir augu lesenda en ætlunin er
að greina frá opnun þjónustu-
miðstöðvarinnar í næsta tbl. í máli og
myndum. Eins og fram kom í viðtali við
Pálma Gíslason í 1. tbl. þessa árgangs er
það ætlunin að fjármagna kaup húseign-
arinnar að mestu leyti með frjálsum fram-
lögum. Fjársöfnunin hefur gengið þokka-
lega til þessa, þótt enn vanti verulega á að
það fjármagn, sem vænst var að fá á
þennan hátt hafi fengist. Nú hafa safnast
um 3,4 milljónir en húsakaupanefnd gerði
sér vonir um að ná 10—12 millj. með frjáls-
um framlögum. Stærstur er hluti sveitar-
félaga enn sem komið er eða 1255 þúsund
síðan koma kaupfélög og einstaklingar 901
þúsund. 776 þúsund hafa komið frá ung-
mennafélögum, en það vantar nokkuð
mikið upp á að öll félög hafi látið eitthvað
af hendi rakna. Ekki er til þess ætlast að um
verulegar upphæðir sé að ræða en aðal-
áherslan lögð á það að sem flestir verði
með. Vitað er um að sums staðar hyggja
ungmennafélög á sérstakar fjáröflunarleiðir
í þessu sambandi.
Helmingur aðildarsambanda og félaga
með beina aðild að UMFÍ hefur sent fram-
lag til húskaupasjóðs og nemur upphæðin
rúmlega hálfri milljón.
Yfirlit yfir þá aðila sem lagt hafa fram fé
í húskaupasjóð 31. maí 1978 fylgir hér
með.
Samband. Fclan
UMSK. 50.000 Breiöablik 50.000
Afturelding 25.000
UMSB 25.000 Borg 20.000
Haukar 10.000
HSH. íf. Miklah.hr. 10.000
Umf. Grundfirö. 25.000
Umf. Staöarsv. 20.000
Umf. Árroði 10.000
UDN Umf. Stjarnan 10.000
HHF Höröur 10.000
HVÍ 100.000 Vorblómið 30.000
HSS.
USVH. Umf. Víðir 25.000
USAH.
UMSS 50.000 Umf. Fram 50.000
Umf. Geisli 10.000
Umf. Glóðaf. 15.000
UMSE 50.000 Dagsbrún 50.000
HSÞ 50.000 Tjörnes 5.000
Mfvctningur 50.000
Eillfur 25.000
Efling 20.000
Völsungur 10.000
UNÞ 30.000 Leiru Heppni 25.000
Afturelding 5.000
22
SKINFAXI