Skinfaxi - 01.06.1978, Side 27
Frá
Héraðssambandi
Vestur-ísfirðinga
Héraðsþing HVÍ var haldið laugar-
daginn 3. júlí síðastliðinn í félagsheimilinu
á Þingeyri. Þingið sátu fulltrúar frá öllum
ungmennafélögum innan sambandsins.
Gestir þingsins voru Hafsteinn Þorvalds-
son form. UMFÍ og Sigurður Geirdal fram-
kvæmdastjóri UMFÍ, en hann hafði í
vikunni fyrir þing heimsótt allar stjórnir
félaga á sambandssvæðinu sem eru sex að
tölu. Ennfremur voru oddviti Þingeyrar-
hrepps, Þórður Jónsson, og sveitarstjóri,
Jónas Ólafsson, gestir þingsins.
Á þinginu voru samþykktar ýmsar
merkilegar tillögur varðandi starfsemi H VÍ.
Veigamestar voru mótaskrá frjálsra íþrótta
1978, um starfrækslu ungmennabúða að
Núpi frá 20. júní—9. júlí fyrir börn á
aldrinum átta til þrettán ára og um sam-
vinnu HVÍ og sveitarfélaganna við
ráðningu æskulýðsfulltrúa sýslunnar. Auk
þess má nefna tillögur eins og, að ráðinn
verði þjálfari til sambandsins, haldið verði
dómaranámskeið í knattspyrnu, um þátt-
töku HVÍ í landsmóti UMFÍ að Selfossi og
um skipulagningu hópferðar í því sam-
bandi, áskorun til sveitarfélaga að þau
beiti sér fyrir stórátaki í uppbyggingu
íþróttamannavirkja á næsta kjörtímabili.
Að lokum má nefna það að héraðsþingið
lýsti yfir ánægju sinni með frumkvæði
Landverndar um hreinsunarvikur og
skoraði þingið á aðildarfélög sambandsins
að láta ekki sitt eftir liggja í því sambandi.
Héraðsmót HVÍ verður haldið að Núpi
8.-9. júlí og er stefnt að því að þangað
verði boðið þekktu frjálsíþróttafólki.
Stjórn HVÍ skipa:
Aðalstjórn: form. Jón Guðjónsson,
Veðrará. Gjaldk. Ásvaldur Guðmundsson
Ingjaldssandi. Ritari. Guðm. Steinar Björg-
mundsson Kirkjubóli.
Varastjórn: Varaform. Hilmar Pálsson
Þingeyri. Gjaldk. Guðrún Sölvason Flat-
eyri. Ritari Guðrún Hauksdóttir Suðureyri.
Endurskoðendur: Bergur Torfason, Felli og
Páll Pálsson, Þingeyri.
Með bestu kveðju frá HVÍ.
Jón Guðjónsson, form. Veðrará.
UIA
— punktar
Metsala var á miðum í Landshappdrætti
UMFÍ sl. haust hjá U.Í.A. 1211 miðar
voru seldir á Austurlandi.
Samt sem áður féll enginn vinningur til
Austfirðinga, hverjum sem slíkt ranglæti er
að kenna. Verður að vona að uppskeran
verði meira í samræmi við afköstin í næsta
landshappdrætti.
SKIIMFAXI
27