Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1978, Blaðsíða 10

Skinfaxi - 01.12.1978, Blaðsíða 10
I rMMsinu, þiu scn njest sltja eru (ri vinstrh Haf- steinn J6h., Karl West og Kristín Jónsdóttir. íþróttafólkinu þar sem m.a. var sýnd kvik- mynd frá landsmótinu í Esþjerg 1971. Til Ábybro Nú skyldi haldið norður á bóginn til Ábybro þar sem góðkunningi margra ís- lenskra íþróttamanna og ungmennafélaga, Óli Schöler ætlaði að taka á móti hópnum. Á leiðinni þangað var komið við í dýra- garði, að sögn Bjarna Ibsen var það gert til að búa hópinn undir að hitta Óla Schöler. Glæsileg íþróttaaðstaða í Ábybro tók Óli Schöler hressilega á móti hópnum. Ábybro er um 4000 manna bær í 11000 manna sýslu. Aðstaða til íþróttaiðkana er þar framúrskarandi. Af íþróttamannvirkjum þar má nefna glæsi- lega sundhöll með keppnislaug og dýfingar- laug, undir sama þaki var geysistór íþrótta- salur. Útisvæðið er í útjaðri bæjarins, þar sem eru sex grasvellir til keppni og æfinga og að auki sérstakur frjálsíþróttavöllur en við hann stóðu framkvæmdir þessa daga þar sem verið var að leggja á brautirnar tartan efni. Ábybro var náttstaður hópsins í tvær nætur en gist var í húsnæði sem reist hefur verið við íþróttasvæðið og er aðallega bún- ingsaðstaða en jafnframt er þar eldhús og stór matsalur ásamt nokkrum smærri her- bergjum. Á norðurslóðum Eftir að sofin hafði verið fyrsta nóttin á þessum nýja náttstað var haldið í skoðun- arferð og enn var ekið i norður, og þar kom að ekki var lengur hægt að aka í norður og það kom í ljós að nyrsti oddi Danmerkur, Skagen var endir norðurreisunnar miklu. Sölskinið sleikt i Fuglsö. 10 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.