Skinfaxi - 01.12.1978, Síða 23
Frá húskaupasjóði
Samkvæmt upplýsingum frá formanni
húskaupanefndar hefur all verulega bætst
við framlög í húskaupasjóð frá því síðast
var birtur listi yfir stöðuna og ekkert lát
virðist vera þar á, var hann að vonum hinn
ánægðasti, en vildi jafnframt hvetja þá sem
eftir ættu að senda framlag, og ætluðu að
gera það, að ljúka því hið fyrsta. Eftir ára-
mót verður síðan birtur listi yfir þá er bætst
hafa við frá síðasta yfirliti í 5. tbl.
Svo eru hér nokkrar leiðréttingar Umf.
Grettir sem sagður var hjá HSS á að vera
hjá USVH, og hafa þá öll félög USVH sent
framlag. Borgarhreppur er settur var á
svæði UMSB á að vera hjá USÚ. Hjá UDN
vantaði Saurbæjarhrepp með 10 þúsund,
hjá HVÍ Jón Guðjónsson með 20 þúsund
og Guðm. S. Björgmundsson 10 þúsund.
Og að lokum hjá UNÞ vantaði Austra með
10 þús krónur.
Uppgangur í körfuknattleik
Það hefur vafalaust ekki farið fram hjá
þeim sem fylgjast með íþróttafréttum hinna
ýmsu fjölmiðla að körfuboltinn á nú stöð-
ugt vaxandi fylgi að fagna, jafnt í aðsókn á
keppnisleiki sem og iðkendafjölda, til þess
liggja án efa margar samverkandi ástæður
sem ekki verður leittgetum að hér.
Fjölmargir af sambandsaðilum UMFÍ
taka þátt í þeirri deildarkeppni sem fram fer
á vegum KKÍ og einn þeirra UMFN —
Ungmennafélag Njarðvíkur — leikur í úr-
valsdeild og stendur sig með ágætum.
Framkvæmdastjóri KKÍ hefur beðið
Skinfaxa fyrir þær upplýsingar til þeirra
ungmennafélaga sem iðka körfubolta að
þeim standi til boða námskeið í undirstöðu-
atriðum þjálfunar, sem og dómaranám-
skeið.
Og þá er bara að hafa samband við skrif-
stofu KKÍ í Laugardalnum, símatími fram-
kvæmdastjóra er mánudaga—miðvikudaga
kl. 18—19 ogföstudaga kl. 14—19.
G.K.
íþróttir og reykingar fara aldrei saman
Á ráðstefnu um reykingar og heilsufar 26. sept. sl. kom fram í erindi Auðólfs
Gunnarsonar læknis að rannsóknir hefðu leitt í ljós að við reykingar byndist kolsýr-
ingur 6% blóðrauðans og komi þannig í veg fyrir að súrefni geti bundist honum. Af-
leiðingin verður sú að súrefni flytst ekki jafn fljótt til vöðva og hjá þeim sem ekki
hefur reykt.
Mæði gerir því fyrr vart við sig hjá reykingamönnum.
SKINFAXI
23