Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1978, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.12.1978, Blaðsíða 5
Sambandsráðsfundur UMFÍ haldinn íKópavogi 14. nóv. 1978 Fjölmennt á fundi Sambandsráðsfundur UMFÍ var haldinn í Kópavogi 4. nóv. sl. Sambandsráðsfundur er haldinn annað hvort ár eða það ár sem þing UMFÍ eru ekki haldin. Sambandsráð skipa formenn allra sambandsaðila UMFÍ auk stjórnar UMFÍ. Þátttaka á fundinn var mjög góð, liggur við að segja megi að hún hafi verið óvanalega góð. Segja má að markmið fundarins hafi verið að líta yfir þau störf sem unnist hafa frá því að þing kom saman á Þingvöllum 1977, ennfremur og ekki siður, að huga að framtíðarverkefnum sem í sívirkri hreyf- ingu eru óþrjótandi. Fundarstjóri var kjörinn Bergur Torfa- son stjórnarmaður UMFÍ, fundarritarar Ófeigur Gestsson UMSB og Pétur Eiðsson UÍA. Það liðna Framkvæmdastjóri, Sigurður Geirdal, rakti helstu liði úr svokallaðri punkta- skýrslu sem lögð var fyrir fundinn. í skýrslu þessari var drepið í stuttu máli á þá þætti sem komið hafa til kasta UMFÍ frá síðasta þingi, kennir þar margra grasa svo sem vænta má og skal nokkurra þeirra getið hér. Stjórn UMFÍ hefur haldið 4 fundi á tímabilinu og ætti engum að koma á óvart að helstu mál þessara funda hafa verið hús- kaupamálið og 16. landsmót UMFÍ auk annarra málefna ss. útbreiðslumál Skin- faxa, Þrastaskógur og erlend samskipti. Hugmyndir og álit vantar í 5. lið punktaskýrslunnar er Skinfaxi á dagskrá og segir þar m.a.: „Nokkrar umræður hafa átt sér stað um blaðið sl. ár og virðist áhugi fyrir því fara vaxandi. Tekin hefur verið upp offsetprentun á blaðinu og var annað hefti 1978 fyrsta blað Skinfaxa sem þannig er prentað.” Enn- fremur segir: „Blaðið hefur nokkuð breytt um svip undir stjórn nýs ritstjóra en það er áríðandi að menn hafi samband við ritstjór- ann og segi álit sitt á blaðinu, komi með hugmyndir um efni og hjálpi til við að gera SKINFAXI S

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.