Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1978, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.12.1978, Blaðsíða 7
Uppgjör 16. landsmótsins á Sel- fossi Guðmundur Jónsson framkvæmdastjóri 16. landsmóts UMFÍ gerði grein fyrir út- komu þess fjárhagslega „að því leyti sem ennþá væri unnt” en þar hafa öll kurl ekki enn til grafar komið, allt útlit er fyrir því að landsmótið sleppi á sléttu ef ríkisvaldið fáist til að gefa eftir helming löggæslukostnaðar 1,4 milljón króna sem góð orð hafa fengist fyrir. Guðmundi þótti ástæða fyrir næstu landsmótsnefnd að vera vara um sig í samningum við löggæsluyfirvöld. Þess má geta að seldur aðgangseyrir nam um 12 milljónum króna á þessu 16. lands- móti UMFÍ. Húskaupamál Pálmi Gíslason formaður húskaupa- nefndar, rakti gang mála varðandi hús- kaupin svo og stöðu húskaupasjóðs og þátt- töku aðila við söfnunarherferðina, þarf ekki að fjölyrða um þau mál hér þar sem listi yfir stöðuna birtist í síðasta tbl. en þess má geta að enn hefur ekki þurft að taka krónu að láni né borga krónu í vexti, en slíkt mætti teljast til meiriháttar afreka á þeim tímum sem nú eru uppi. Framtíðin Þegar hér var komið sögu á Sambands- ráðsfundi var tekið til við að huga að fram- tíðarverkefnum og fundarmönnum skipt upp í umræðuhópa eftir eigin áhugasviði og teknar upp hringborðsumræður við ýmsar aðstæður um þau málefni sem efst eru á baugi s.s. Skinfaxi, 17. landsmót UMFÍ og Félagsmálaskólinn. í umræðum þessum komu menn víða við en höfðu til grundvallar það sem lagt hafði verið fram í þeim málefnum áður en hring- borðsumræður hófust. Með tilliti til þeirra álita sem hóparnir skiluðu í lok fundarins má ætla að enn um sinn verði ekkert lát á baráttu hreyfingar- innar í átt aukins framgangs og vaxandi starfs. G.K. Frá sambandsráðsfundi. F.v. Gisli Guömundsson form. UDN, Guðmundur Þörarinsson form. UNÞ, Ásmundur Gtslason form. USÚ, Guðmundur Gunn- arsson framkvæmdastjórí UMSS, Haukur Hafsteins- son framkvæmdastjóri UMFK, Hafsteinn Guðmunds- son form. UMFK, Páll Dagbjartsson form. UMSS og nefið á Jóni Guðjónssyni form. HVt. 8KINFAXI 7

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.