Skinfaxi - 01.12.1978, Blaðsíða 27
Þar starfa allir
Nýkjörinn formaður Ungmennafélags Beruneshrepps
hefur sentfréttapistil af starfsemifélagsins, en hún má teljast
tilfyrirmyndar hvað skipulag og almenna þátttöku snertir.
Fer hér á eftir brot úr pistlinum:
Félagið skipuleggur starf sitt á þann hátt, að öllum meðlimum er skipt niður í
starfshópa, og er hver starfshópur siðan sjálfráður um það hvað hann tekur sér fyrir
hendur. Gaf þetta góðan árangur á s.l. vetri.
Félagið setti á svið leikritið Vekjaraklukkuna. Var það að mestu æft í hópstarfi,
en Kristján Jónsson kom á eina æfingu og leiðbeindi.
Félagið annaðist einn riðil í spurningakeppni U.Í.A. í Hamraborg, og síðan fór
sönghópur frá félaginu í úrslitakeppnina i Valaskjálf og söng fyrir samkomugesti við
frábærar undirtektir.
Einn starfshópurinn hélt kvöldvöku með félagsvist, dansi og kaffidrykkju. Var
Álftfirðingum boðið í heimsókn á þessa samkomu, sem heppnaðist mjög vel.
Allar samkomur félagsins eru haldnar að höfðu samráði við kvenfélagið í sveit-
inni, svo að samkomuhald þessara félagi fari fram með hæfilegu millibili.
Stjórn félagsins ákvað í vor að gefa einum íbúa hreppsins, sem á við vanheilsu að
striða, og er vistmaður á Sjálfsbjargarheimilinu krónur eitt hundrað þúsund af vetr-
arágóða félagsins.
Arnaldur Bjarnason, erindreki Í.S.Í. heimsótti félagið á yfirreið sinni um Austur-
land, og var ekki frítt við að kviknaði íþróttaáhugi hjá félagsforystunni við heim-
sókn hans.
í sumar er m.a. hugmyndin að fara í skemmtiferð, og þá jafnvel að heimsækja
annað ungmennafélag til að eiga með því kynningar- og samverustund.
Ungmennafélag Beruneshrepps hélt aðalfund sinn 16. júni s.l.
ístjórn voru kjörin:
Formaður: Hrönn Jónsdóttir Runná.
Ritari: Ólafur Eggertsson Berunesi.
Gjaldkeri: Karl Elísson Fagrah vammi.
SKINFAXI
27