Skinfaxi - 01.12.1978, Síða 18
Jóhannes Sigmundsson.
HVAÐ ER
N.S.U.?
Hin síðari ár hefur UMFÍ lagt vaxandi áherslu á erlend samskipti, eink-
um og nær eingöngu við skyld félagasamtök á Norðurlöndum. Árið 1971
gerðist UMFÍ virkur aðili að NSU, þ.e. Nordisk Samorganisation for Ung-
domsarbejde. NSU er samband norrænna ungmennasamtaka, sem starfa á
svipuðum grundvelli og UMFÍ. Nú eru starfandi innan NSU13 félagasam-
tök með rösklega eina milljón félaga innan sinna vébanda. Með íþessu nor-
ræna samstarfi eru ungmennasamtök Dana í Suður-Slésvík, Sydslesvigs
Danske Ungdomsforeninger, en Danir í Suður-Slésvík, sem eru þýzkir ríkis-
borgarar, gera margt til að varðveita þjóðerni sitt.
NSU var stofnað árið 1947. Tilgangur-
inn var og er að auka samstarf og skilning
meðal ungs fólks á Norðurlöndum og
meðal félagasamtaka og félaga innan NSU.
Raunar var þegar árið 1935 efnt til nor-
rænnar æskulýðsviku á svipuðum grund-
velli og NSU gerir enn í dag. Helsti hvata-
maður að því starfi var danski lýðháskóla-
frömuðurinn Jens Marinus Jensen, sem ís-
lensku ungmennafélögunum er að góðu
kunnur.
Ársþing NSU eru haldin annað hvert ár.
Þar er kosin stjórn og stefna samtakanna
mörkuð og gerðar áætlanir um starfið
framundan. Hvert land ræður þar yfir 4 at-
kvæðum, þ.e. Danmörk, Noregur, Svíþjóð,
Finnland og ísland, 20 atkvæði alls.
í stjórninni eiga sæti 7 manns. Fyrst eru
kosnir formaður og varaformaður og síðan
einn fulltrúi frá hverju landi. Núverandi
formaður er Tore 0sterás frá Noregi, vara-
formaður Karen Bjerre Madsen, Dan-
mörku og aðrir i stjórn eru Henry Gustavs-
son, Finnlandi, Torill Aaen, Noregi, Tor-
sten Karlsson, Svíþjóð, Karl Kring, S-Slés-
vík og Jóhannes Sigmundsson, íslandi.
Auk þess starfa ýmsar nefndir á vegum
NSU. Til að spara ferðakostnað sitja sumir
stjórnarmanna í nefndum, a.m.k. frá ís-
landi og Finnlandi og eru þá nefndarfundir
haldnir í sambandi við stjórnarfundi. Síð-
asta ársþing NSU var haldið í S-Slésvík í
sept. sl. en næsta ársþing verður á íslandi
1980.
it
SKINFAXI